Hasar á Bifröst

Þórólfur Ágústsson Það er ekki hægt að segja annað en að háskólasamfélagið á Bifröst ólgi í illdeilum. Miðpunkturinn er Runólfur Ágústsson, rektor á Bifröst. Hann hefur nú verið kærður til siðanefndar skólans, m.a. fyrir ástarsamband sitt við einn nemanda Háskólans, ónæði af veisluhöldum á hans vegum og fleiri þætti. Ítarleg umfjöllun var um málið í báðum kvöldfréttatímum ljósvakamiðlanna og greinilegt að átök eru milli nemendanna og rektorsins.

Er ekki hægt að segja annað en að þetta mál allt sé hið dapurlegasta fyrir Háskólann á Bifröst, sem er einn öflugasti háskóli landsins. Runólfur boðaði í dag til fundar nemenda og starfsfólks til að kanna hvort hann nyti trausts til starfa sinna á Bifröst áfram. Meirihluti fundarmanna lýsti yfir stuðningi við rektorinn þar. Deilur eru nú um boðun fundarins og hvernig hann fór fram. Þar komu fram nemendur sem eru í fylkingum með og á móti Runólfi.

Þetta er vond staða fyrir þennan öfluga skóla og hlýtur að veikja hann. Þetta eru mjög viðkvæmar fréttir og þarna er greinileg ólga innan veggja. Andrúmsloft illinda boðar aldrei gott. Það verður varla á Bifröst frekar en öðrum stöðum. En fyrst og fremst vekja þessar hörðu deilur athygli, enda hefur Háskólinn á Bifröst haft á sér blæ krafts og sóknar í nýjar áttir. Þessi staða hlýtur að veikja allt grunnstarf þarna, sem er varla af hinu góða.

mbl.is Formaður nemendafélagsins á Bifröst lýsir óánægju með fund rektors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband