Valdimar Leó á leið úr Samfylkingunni?

Valdimar Leó FriðrikssonValdimar Leó Friðriksson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, íhugar nú pólitíska framtíð sína í kjölfar prófkjörs flokksins í kjördæminu þar sem hann varð undir. Miklar líkur virðast benda til að hann yfirgefi flokkinn og fari í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn. Færi svo að Valdimar Leó segði sig úr Samfylkingunni myndi þingmannatala flokksins verða 19, en Valdimar Leó er fjórði þingmaður flokksins í Kraganum.

Hann tók sæti á Alþingi við afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra, af þingi í september 2005. Það yrðu nokkur tíðindi ef að Valdimar Leó yfirgæfi Samfylkinguna og færi í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn eftir allt sem á undan er gengið. Það yrði áfall fyrir Samfylkinguna að missa þingsæti í aðdraganda kosninganna og rýrna með þessum hætti.

Það yrði reyndar athyglisvert ef að Valdimar Leó yrði frjálslyndur eftir alla þá gagnrýni sem að forystumenn Frjálslyndra beindu til Gunnars Örlygssonar fyrir einu og hálfu ári er hann sagði skilið við Frjálslynda og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Valdimar undir feldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefurðu fyrir þér í því að hann muni fara í framboð fyrir Frjálslynda ???

Karl (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 13:53

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það kemur fram á vef Jóhanns Haukssonar (www.morgunhaninn.is)

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.11.2006 kl. 14:05

3 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Farið hefur fé betra, ég efa það stórlega að hann væri undir feldi ef hann hefði náð öruggu þingsæti í afstöðnu prófkjöri

Sindri Kristjánsson, 16.11.2006 kl. 14:11

4 Smámynd: Sveinn Arnarsson

léleg heimild Stebbi, þú getur betur.

Sveinn Arnarsson, 16.11.2006 kl. 17:56

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég er að segja að líkur séu á þessu. Ég hef heyrt orðróm um þetta úr annarri átt reyndar en Jóhann Hauksson hefur sagt þetta undir nafni. Heyrði viðtalið reyndar við Valdimar Leó hjá Jóhanni í gær og þar fór ekki ánægður maður, sem er svosem skiljanlegt. En þetta er hans ákvörðun, sem hann tilkynnir um á sunnudag. Það er alveg greinilegt að hann ætlar sér ekki að hætta, það kemur vel fram í Morgunhananum í gær.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.11.2006 kl. 18:16

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vil benda þér á það Svenni að Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur skrifað um þetta líka og bendir þar á að Valdimar Leó mætti á stofnfund bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Mosfellsbæ nýlega.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.11.2006 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband