Kennari dæmdur fyrir samband með nemanda

Í dag þyngdi Hæstiréttur dóm yfir karlmanni sem átti í kynferðislegu ástarsambandi með nemanda sínum. Hlaut hann 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm en í héraðsdómi var dómurinn skilorðsbundinn. Mikla athygli vakti að í héraðsdómi fékk kennarinn vægan dóm á forsendum þess að gagnkvæmt ástarsamband hefði verið til staðar. Mikilvægt er að Hæstiréttur felli þessa umdeildu túlkun úr gildi og þyngi dóminn.

Enda er varla hægt að telja það til refsilækkunar, enda ekki eðlilegt að kennari svæfi hjá nemanda sínum, einkum og sér í lagi þar sem honum er treyst fyrir að sjá um kennslu og um leið eiginlega uppeldi hennar að vissu marki. Mikið var skrifað um þetta mál þegar dómur héraðsdóms lá fyrir á sínum tíma og mikið deilt um hvort hægt sé að telja það gagnkvæmt samband þegar að kennari sefur hjá nemandi sínum.

Enda hlýtur það í sjálfu sér að teljast alvarlegt mál að kennari hefji samband við nemanda sinn, gildir einu hvort gagnkvæm ást sé til staðar eða hrifning. Þegar að svona kemur til sögunnar og nemandinn er ekki sjálfráða hlýtur að teljast eðlilegt að litið sé svo á að kennarinn sé að misnota stöðu sína sem kennari til að hefja samband af því tagi.

Hæstiréttur kemur með afgerandi túlkun á þessu umdeilda atriði og dómurinn er afgerandi hvað það varðar að kennarinn braut alvarlega af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er algjörlega sammála þér!

Þetta er algjörlega óafsakanlegt - gjörsamlega!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband