Einbjörn með orma og illa á sig kominn

Einbjörn Niðurstöður rannsókna á ísbjarnarhræjunum eru mjög merkilegar. Bæði bangsi og birna voru greinilega mjög illa á sig komin og ekki í góðu ásigkomulagi - Einbjörn með orma og greinilega sárþjakaður og sama má segja um birnuna sem augljóslega var ekki beint vel á sig komin. Niðurstöðurnar segja margt um breyttar aðstæður fyrir ísbirnina.

Bæði Einbjörn og Tvíbjörn virðast hafa átt það mjög erfitt áður en þeir náðu landi hér og verið ekki upp á sitt allra besta. Eflaust má velta því lengi fyrir sér hvort þau hafi haft heilsu og styrk til að komast aftur "heim" eða lifa lífinu í dýragarði, hafi getað átt sér líf eftir Íslandsförina. Þessar rannsóknir svara mörgum spurningum um ástand bjarna og aðstæður þeirra.

Finnst hafa verið talað um ísbirnina tvo frekar út frá tilfinningalegum rökum en raunhæfum. Margir sem vildu bjarga þeim voru ekki meðvitaðir um hætturnar sem af þeim stafar og eru að koma í ljós í þessum rannsóknum og staðreyndum um hvort þeir hefðu þolað flutning frá Íslandi. Ágætt er að velta þessum málum fyrir sér.

Eflaust er það mannúðlegt að vilja bjarga þessum dýrum en það hefur sést vel í þessum tveim málum að það er ekki raunhæft nema að allar aðstæður séu í lagi. Það var ekki þannig á þessu sumri.

mbl.is Þverárfellsbjörninn smitaður af þráðormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Það væri nú gaman ef þú myndir skella fram þessum raunhæfu rökum sem mig virðist vanta í alla þessa umræðu....

Og á hvaða forsendum dýrið var drepið því ekki var vitað um ástand dýrsins þegar það var drepið....

Einu handbæru rökin sem færð hafa verið fyrir þessu drápi er að hann hljóp í átt að fjölmiðlafólki. Og þá væri gaman að vita hvað fjölmiðlafólk var að gera þarna á annað borð.

Eina vörn þeirra sem framkvæmdu drápið er ástand dýrsins sem þeir höfðu ekki hugmynd um þegar ákvörunin var tekin og svo má náttúrulega setja spurningarmerki við hverjir hagsmunir þeirra sem eru að rannsaka dýrið eru ? er það hugsanlega sama fólkið og átti þátt í ákvörðunartökunni um drápið á því.

Þetta er því miður skandall og engar handbærar rökfærslur komnar fyrir drápinu.

Vilberg Helgason, 19.6.2008 kl. 03:33

2 identicon

Ja, ljott er ef birnirnir voru bædi illa å sig komir og ekki i godu åsigkomulagi!! Thå er audvitad edlilegt ad svara jåtandi spurningunni sem Bubbi Morthens rispadi i fjørusandinn i einu myndbanda sinna :"Er nausinlegt ad skjota thå?"

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:05

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er algerlega fráleitt að ætla að draga víðtækar ályktanir um breyttar aðstæður í umhverfi ísbjarna út frá tveimur björnum sem hrekjast hingað í Skagafjörðinn.

 Ég hef heyrt í sumum sem gefa sig út fyrir að vera miklir sérfræðingar gefa út yfirlýsingar um að ástand bjarnanna sé til merkis um breytingar í höfunum fyrir norðan land. Áður en lengra er haldið er rétt að hafa það í huga að ísbjarnarstofninn telur marga tugi þúsunda dýra en er skipt niður í deilistofna og búa á víðfeðmu svæði.  Á sumum svæðum fer dýrum fjölgandi og öðrum fækkandi.

Í lokin er vert að geta þess að það er ágæt þumalputtaregla í líffræði að mikil fjöldi sníkjudýra er til merkis um mikinn þéttleika sem er mögulegur undanfari náttúrulegrar niðursveiflu í stofni.  Ekki er von til þess að þeim fjölgi mjög þrátt fyrir friðun og björgunaraðgerðir þar sem þeir eru á hæsta þrepi fæðukeðjunnar

Sigurjón Þórðarson, 19.6.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verðu að segja að þetta mál,hefur skert umræður sem eru þarfari mjög eins og öll fjármalastjórnun okkar og pólitíkina/ Fretta  mennska er´um þetta allstaðar/enn ekki um Þjóðarhag/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.6.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband