Allt er þegar þrennt er á sumri ísbjarnanna

Einbjörn Jæja, þá bendir flest til þess að þriðji ísbjörninn sé genginn á land á Skaga. Ekki furða að farið sé að nefna þetta sumar ísbjarnanna. Heimamanni dreymdi reyndar að það myndu koma þrír birnir á þessu sumri og það virðist ætla að rætast.

Eiginlega fannst mér nóg um að fá tvo ísbirni og átti ekki von á að þeir yrðu fleiri. Held að flestir hér séu orðnir þreyttir og leiðir á þessari ísbjarnarumræðu.

Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Feykis, ritaði í dag flotta grein grein í Fréttablaðið um ísbjarnarmál sem ég vil benda á.

mbl.is Hvítabjörn á Skaga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Ætla að kíkja á þessa grein þó spennan fyrir ísbjörnum sé á undanhaldi.   Ég á vinkonu sem dreymdi reyndar tvo ísbirni og vill meina að þeir verði ekki fleiri.

En sjáum til

Ester Júlía, 23.6.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband