Er búið að finna hundaníðinginn?

Hundurinn

Ánægjulegt er að leit lögreglunnar að eiganda hundsins sem urðaður var lifandi hafi borið árangur og viðkomandi fundist, enda er mikilvægt að hundaníðingnum verði refsað og tekið á máli hans. Ekki er hægt að sætta sig við svo hrottalega meðferð á dýri og mikilvægt að opinbera nafn þess sem ætlaði að kviksetja hundinn.

Dýravinum öllum er brugðið vegna þessa máls - reiði alls almennings hefur komið vel fram. Eðlilegt er að fólk sýni reiði sína vegna svo hrottalegrar framkomu við dýr sem getur ekki varið sig. Þetta er ómannúðlegur og grimmilegur níðingsskapur af verstu sort.

Stóra spurningin er svo hvort hundurinn fari aftur til eiganda síns. Er hægt að sætta sig við það?


mbl.is Eigandi hvolpsins fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju er nauðsynlegt að opinbera nafn hans? Myndi það hjálpa honum að ná bata?

Skúli (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..var þetta eigandi hundsins sem gerði þetta... eða einhver sem vildi gera hunda eigandanum eitthvað? ...á ekki að leyfa lögreglu að skoða málið svo ekki verði nýtt Lúkasa-rmál upp á nýtt? Var ekki ungur maður myndaður og nafngreindur, dæmdur og svívirtur, rekin úr vinnu...etc..hvað þurftu margir að segja "afsakið" eftir það mál?..tek undir með Skúla hér að ofan..

Óskar Arnórsson, 23.6.2008 kl. 03:12

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Guð minn góður við skulum vona að það verði ekki opinberað nafn mannsins.  Það væri annað eins grimmdarverk.  Hundurinn nær sér, við skulum vona að maðurinn læri og þetta endi á sem farsældasta hátt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.6.2008 kl. 03:21

4 identicon

Mér finnst þú fara full geyst í sakirnar Stefán. Er það gefið að eigandinn sé sá sem fór illa með hundinn? Hefurðu eitthvað fyrir þér í því? Í skrifum þínu GEFUR þú þér að hann sé sá sem fór svona illa með hundinn! Er ekki rétt að sjá hverju fram vidnur áður en nýtt Lúkasarmál fari hér af stað. Ég taldi að fólk hefði lært þar ákveðna lexíu að gæta þess að hengja ekki mann áður en dómur á sér stað.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 08:24

5 identicon

Vonandi fer hundurinn aftur til eiganda síns.

Ef það er rétt sem ég las að hundurinn hafi tínst  nokkru áður en hann "fannst" þá er hægt að staðfesta það með viðtölum við nágranna mansins, vini hans og fjölskyldu.

Fransman (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 08:27

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er fjarri lagi að ég vilji einhverjar nornaveiðar í takt við Lúkasarmálið. Það er vitað að þarna var hundi misþyrmt, þetta er níðingsskapur. Auðvitað þarf að reyna að upplýsa hver urðaði hundinn. Þetta er grimmilegt verk og ógeðslegt, ekki hægt að líkja þessu við Lúkasarmálinu sem var ein sögusögn frá upphafi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 10:36

7 identicon

Ég veit ef ég hefði týnd 4 mánaða hvolpi þá væri ég búin að gera lögreglunni viðvart, hundaeftirlitsmönnum og búin að auglýsa í blöðunum- það tæki mig ekki sólarhring að gefa mig fram þegar búið væri að birta mynd af hvolpinum mínum!!  Er ekki einhver skítafýla af þessu öllu saman?

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 10:43

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir þetta Dísa. Finnst mjög skrítið að þeir sem áttu hundinn létu þá ekki vita áður. Þetta er stórundarlegt mál.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 11:32

9 identicon

 Voðalega eruð þið bláeygð !

Haldið þið í alvöru að um leið og sá fyrsti hringdi og sagðist vera eigandi hundsins þá hafi lögreglan  hringt beint í DV og MBL til að tilkynna um að hann færi fundinn ?

Þeir hafa væntanlega viljað staðfesta að hann væri raunverulega eigandi hundsins og til þess hefur væntanlega þurft að tala við hann ásamt að fá aðstoð dýralæknis til að staðfesta það sem hann sagði.

Það voru engir ransóknarhagsmunir í húfi þannig að það lá ekkert á að tilkynna um að etv væri hann búinn að gefa sig fram.

Dísa: prófaðu að hringja í Lögregluna til að tilkynna um að þú sért búin að týna gæludýrinu þínu, þeir hlægja bara að þér og segja þér að auglýsa eftir honum.  Lögreglan leitar ekki að gæludýrum fólks !! Það gerist bara í barnatímanum í sjónvarpinu.

Fransman (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 12:38

10 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Dísaskvísa, hvað veistu um hvað eigandinn hefur gerir.  Blöðin koma aldrei með nema hálfan sannleikan.  Skítalyktin eingöngu af ofsa viðbrögðum bloggara og almennings.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:47

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Bjarni: Þetta er ekkert Lúkasarmál. Þetta er miklu verra mál. Þar var farið af stað með sögusögn sem enginn fótur var fyrir. Þarna átti að grafa hund lifandi. Líki þessu tvennu ekki saman og held að aðrir eigi ekki að gera það heldur. Fullyrði ekki um hver hundaníðingurinn sé. Það er spurningamerki í fyrirsögninni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 13:19

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er svolítið líkt Lúkasarmálinu.  Fólk er búið að grýta mann án þess að vita hvort hann sé sekur eða saklaus.  Gott að ósk þín rættist ekki um nafnbirtingu, annars ætti þessi maður ekki stætt úti.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.6.2008 kl. 13:28

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég sagði að það ætti að nafngreina þann sem kviksetti hundinn, þann sem hefði gert þetta. Lestu aðeins betur Nanna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 13:30

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Og plús, þetta er alls ekki Lúkasarmálið. Það að kviksetja hund er mun verra en gera hundi eitthvað sem enginn vissi um og var aldrei staðfest og reyndist ósannindi þar sem hundurinn var lifandi og ekkert hafði verið gert við hann. Þarna erum við að tala um hund sem var grafinn lifandi. Sorrí, þetta er ekki það sama.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 13:31

15 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst það nú ekki skipta máli hver gerði þetta, nafnbirting kallar bara á múgæsing og getur haft slæmar afleiðingar.  Annars heyrði ég að um verulega veikan mann hafi verið að ræða, með ranghugmyndir. Hvort það sé rétt veit ég ekki en  best er að bíða og fá svar áður en allt klikkast.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.6.2008 kl. 13:49

16 identicon

Stefán: Segðu Helga Rafni að þetta sé mun verra mál en Lúkasarmálið.

Hér ert þú að setja líf hunds ofar en mannslíf. Án þess að ég sé að gera lítið úr þessu máli, því þetta er háalvarlegt og ógeðslegt, þá met ég samt líf manna ofar en líf hunda. Líf Helga var gjörsamlega eyðilagt útaf sögusögnum! Farðu aðeins varlega í því sem þú segir hér

Finnur (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 14:15

17 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nanna:

Finnur: Ég hef fulla samúð með Helga Rafni og talaði hans máli allan tímann í Lúkasarmálinu. Þar var ekki vitað hvort nokkuð var gert við hundinn og það var ýmislegt fullyrt á grunni þess sem veikt var. Það var mjög illa komið fram við hann og vonandi fær hann uppreisn fyrir æru fyrir dómi á hendur þeim sem harðast gengu fram gegn honum. Finnst orð mín ekki harkaleg og jafnast ekkert á við einhverjar nornaveiðar. Er að tala um að sá hinn seki, ef hann finnst, svari fyrir þessa meðferð á hundinum, sem er engin sögusögn.

Nanna: Vonandi finnst allavega sá sem gerði það. Það var nú helsti kjarni málsins. Ég vil ekki hlaða bál á hendur þeim sem gerðu þetta ekki eða ráðast að þeim sem á hundinn og gef mér ekki að hann hafi gert það, það sést af skrifunum hér ef vel er lesið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.6.2008 kl. 14:24

18 identicon

Sá seki verður væntanlega dreginn fyrir dóm í fyllingu tímans ... eða kannski ekki.  Allavega mun ég sýna stillingu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:02

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stefán Friðrik! Maður sem gerir svona er augsýnilega mjög veikur. Bara þessi ljóti verknaður er nóg sönnun að þarna er einstaklingur sem aldrei verður gerður sakhæfur.

Hvað fengu þeir í refsingu sem skrifuðu og dæmdu í Lúkasarmálinu? Ég hef ekki heyrt um neinn sem var dæmdur fyrir sleggjudóma í því máli.

Bara sú staðreynd segir okkur að það er eitthvað stórkostlegt að hjá "heilbrigðum" hvernig svo sem hver og einn vill skilgreina það hugtak..þetta hefði líklegast aldrei átt að koma sem frétt.

Þetta er besta lýsing á fjölmiðlastéttinni sem hægt er að fá og áhuga þeirra að velta sér upp úr veikindum fólks sem er enn ógeðslegra.

Það getur verið stærri harmleikur á bakvið svona mál, og  sem ekki á að vera umfjöllunarefni í blöðum eða öðrum fjölmiðlum...þetta kallar á umræðu um hvað það er sem á að sýna sem fréttaefni..

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband