Trúir virkilega einhver svona peningasvindli?

Eiginlega er það ótrúlegt að vara þurfi fullorðið fólk sérstaklega við boðum um erlenda happdrættisvinninga sem eru ekkert nema svikamylla í gegn, þar sem reynt er að ná peningum af fólki. Það hefur svo mikið heyrst af svona nígeríusvindli í gegnum tíðina að það var varla við öðru að búast en að fólk hefði lært sína lexíu. Enn er þó þörf á að minna fólk á að enginn vinnur í happdrætti sem ekki spilar í því.

Varla líður sá mánuður, stundum enn skemmra jafnvel, að maður fái ekki einhvers konar svona skilaboð um peningasvindl í tölvupósti. Auðvitað hvarflar ekki að manni að taka mark á þessu rugli en vonandi eru aðrir orðnir meðvitaðir um að það er bara verið að hafa það að fífli. Þessi svikamylla með símaskilaboðum er þó nýtt, en vonandi fellur enginn fyrir þessu.

Skilaboðin eru giska einföld; föllum ekki flöt fyrir peningasvindlinu.

mbl.is Varað við SMS skilaboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég á bátt með að trúa að einhver heilvita manneskja myndi trúa e-u svona löguðu! Haha! Reyndar aldrei fengið svona í smsum bara í tölvupósti....
Eða ekki nema kannski hann Óli Ragnar í Næturvaktinni haha ;)

ÁsaBjörk (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 02:39

2 Smámynd: Bumba

Jú takk, það falla sko margir fyrir þessum ófögnuði, kannski ætti ég að segja féllu. Því til lánsins er búið að vara við þessu mikið undanfarin ár. Síðast í gær þá fékk égmeldingu um að ég væri búinn að vina 9.500 ensk pund, fékk sms á íslenzku i farsímann minn. Ég eyddi því hið snarasta. En ég veit um fólk sem hefur tapað öllu sínu vegna svona viðskifta. Með beztu kveðju.

Bumba, 25.6.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þeir sem falla fyrir tilkynningum um að þeir hafi unnið í einhverju lottói sem þeir hafa aldrei tekið þátt í eða heyrt um, eiga það skylið að tapa peningum á þessu. 

Fannar frá Rifi, 25.6.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband