Geir reynir að tala upp krónuna í krísutíð

Geir H. Haarde Ekki er öfundsvert að vera við stjórnvölinn í krísutíð eins og þeirri sem við erum öll komin í. Þetta er það sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra og allir aðrir ráðherrar finna fyrir núna. Merkilegast af öllu er þó að stjórnarandstaðan virðist ekki styrkjast í þeirri ídeal stöðu til fylgisaukningar sem nú er uppi, er öll spjót standa á stjórnarflokkunum og augljós óánægja meðal almennings, skiljanlega, vegna stöðu mála.

Ummæli Geirs í dag um krónuna hljóma þannig að hann vilji ekki taka meiri áhættur en orðið er, hann ætli sér að standa við stefnu sína og afstöðu til lykilmála. Hann tekur pólitíska áhættu með því að halda fast við fyrri afstöðu og telur það rétta skrefið. Staðan er að öllu leyti mjög óljós og greinilegt að Geir heldur fast við fyrri afstöðu þrátt fyrir að ástandið sé farið úr böndunum og við stefnum í mikla óvissutíð þar sem ekkert er öruggt.

Ekki er við öðru að búast en óánægjan vegna verðhækkana á öllum sviðum komi niður á stjórnarflokkunum rétt eins og almennt er þessa stundina víðar í Evrópu, t.d. Bretlandi þar sem Gordon Brown er orðinn óvinsælasti forsætisráðherra Bretlands frá valdadögum Neville Chamberlain og Verkamannaflokkurinn mælist helmingi minni en Íhaldsflokkurinn. Nú reynir á þá sem eru við stjórnvölinn og augljóslega eru erfiðir tímar framundan, þar sem reynir bæði á stjórnarflokkana og forystumenn þeirra. Ef þeir missa ekki fylgi til stjórnarandstöðunnar, í takt við nýjustu kannanir, er það merkileg þróun.

Eflaust munu margir blóta Geir fyrir að verja íslensku krónuna og reyna að tala upp botnstöðuna. Hann heldur þar með fast við fyrri afstöðu og tekur þá pólitísku áhættu sem felst í stöðunni. Fróðlegt verður að sjá hvort hann mun koma sterkur frá þeirri krísutíð sem markar nú stjórnmálaferil hans og reynir á forystu hans í íslenskri pólitík.

mbl.is Forsætisráðherra: Gengi krónunnar of lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband