Magnús og Herdís í forystu í talningu

Magnús Stefánsson Þegar talin hafa verið 750 atkvæði í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi er Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, í fyrsta sæti og Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður á Sauðárkróki, í öðru sætinu. Þriðji er Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Ótalin eru innan við 1000 atkvæði í kjörinu og getur enn dregið til tíðinda. Staðan hefur þó verið óbreytt frá fyrstu tölum kl. 22:00.

Talningin fer fram að Borðeyri í Hrútafirði. Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer. Ef úrslitin verða með þessum hætti og staðan segir til um nú telst það væntanlega stórtíðindi og með því hefði Kristni H. Gunnarssyni verið úthýst úr öruggu þingsæti. Kristinn hefur verið áberandi innan flokksins um nokkuð skeið, allt frá því að hann gekk til liðs við flokkinn í Vestfjarðakjördæmi í aðdraganda alþingiskosninganna árið 1999.

Greinilegt er að Magnús og Herdís hafa myndað bandalag gegn Kristni H. Hvort það heldur til loka talningarinnar verður merkilegt að fylgjast með, en væntanlega munu úrslitin liggja fyrir kl. 2:00 í nótt.

mbl.is Magnús Stefánsson í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi eftir að fyrstu tölur voru birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband