Íslenskir fossar setja mark sitt á Austurá

Ólafur Elíasson og fossinn Var að horfa á vígsluathöfn Ólafsfossanna í New York. Hönnunin á fossunum er stórbrotin og setja þeir flottan svip á Austurá í borg háhýsanna og er enn ein rósin í hnappagat Ólafs Elíassonar sem listamanns á alþjóðavettvangi. Flott hugmynd og skemmtilega útfærð - fyrirmyndin er Skógarfoss, hinn fallegi foss á Suðurlandi.

Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hélt flotta ræðu til heiðurs Ólafi þegar fossarnir voru vígðir og talaði þar mikið um hinar dönsku og íslensku rætur listamannsins. Hann komst mjög vel að orði. Þetta er metnaðarfullt og flott verk og er kjörið til að vekja athygli og um þetta er fjallað í öllum fjölmiðlum vestanhafs í kvöld. Slær í gegn.

Alltaf gaman að sjá þegar Íslendingum gengur vel á erlendum vettvangi. Ólafur er að gera það gott og ánægjulegt að sjá hversu mikils metin list hans er. Hönnun hans á glerhjúpnum á Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík er stórglæsileg og verður gaman að sjá hana lifna við er húsið rís.

mbl.is Fossar falla í Austurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Helgi Rögnvaldsson

Já hann nafni er að gera það gott.  En ég fylgdist með viðtali við hann í fréttunum á TV2 og þar var dönsk fréttakona sem er búsett í NY að ræða við hann.  Danir vilja að sjálfsögðu eiga meirihlutann í nafna þar sem hann bjó hérna lengi.  En þegar ég sá þennan foss þá brá mér svakalega.  Þetta er sennilega það ljótasta sem ég hef séð í langan tíma, því miður.  Þessir stillansar sem að eru bakvið fossinn eyðileggja þetta listaverk gjörsamlega en ég veit ekki hvort að þeir verða faldir einhvern veginn í framtíðinni.  Stillansar standa í mínum augum alltaf fyrir eitthvað hálfklárað og ég man ekki eftir því að hafa séð Notre Dame öðruvísi en að hún sé umkringd stillönsum og flekkótt út af því að hluti af henni hefur verið þrifinn en restin er þakin stórbæjarryki.  La Sagrada Familia í Barcelona er annað dæmi en sú ágæta kirkja verður sennilega aldrei fullbyggð og því verður maður bara að taka henni eins og hún er.

Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 28.6.2008 kl. 09:21

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það væri gaman ef þetta væri íslendingur sem talar íslensku og væri búsettur hér. Hann er af íslenskum uppruna en hefur búið og unnið erlendis alla sína tíð...erum við ekki svolítið smáborgarleg í þessari umfjöllun og umræðu um íslenskt og íslendinga....

Veistu Stebbi... mjög margir af þeim pólverjum og öðrum sem Magnús Þór og fleirum er í nöp við tala betri íslensku en þessi íslenskættaði dani.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband