Óeðlileg meðferð á Ramses

Leifsstöð Mér finnst meðferð stjórnvalda á máli Paul Ramses ekki til fyrirmyndar. Honum er vísað úr landi án þess að Útlendingastofnun taki umsókn hans um pólitískt hæli til umfjöllunar, hvað þá meira. Mér finnst eðlilegt að mál hans fari rétta leið og það hafi átt að fjalla um það áður en til aðgerða var gripið.

Hinsvegar er ekki rétta skrefið hjá vinum Ramses í þessari erfiðu stöðu að hlaupa út á flugbrautina, enda mjög alvarlegt mál og stórhættulegt. Þó skil ég vissulega að vinir mannsins sýni að þeir séu ósáttir við hvernig haldið hafi verið á málinu, en margar leiðir hefðu verið betri til þess þó.

Hef enn ekki séð rök fyrir því af hverju farið er svona með manninn. Ef hann hefði verið stórglæpamaður og hættulegur hefði ég kannski skilið það, en það vantar eitthvað inn í söguna svo að hún sé eiginlega skiljanleg, enda á maðurinn fjölskyldu hér og ekki hægt að sjá annað en hann hafi verið til fyrirmyndar að flestu leyti.

mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þarna er ég afar ósammála þér Stebbi minn.

Mál mannsins hafði verið í meðförum hjá bærum yfirvöldum,  Ósk hans um hæli var hafnað og því var hann  sendur aftur til þess lands sem hann kom frá, líkt og lög gera ráð fyrir.

Ég treysti Ítölum fyrir því að fjalla um mál hans og tel þa´ekki síður siðmenntaða en okkur.  Maðurinn kom þaðan og þarlendum yfirvöldum BER að fjalla um mál hans af mannúð og sanngirni, í takti við lög ESB um meðferð hælisleitenda.

Um hlaupagikkina sem hlupu út á flugvöll gildir, að þeir brutu lög og þeim ber að refsa í SAMRÆMI við lög um brot þeirra.

Ég vil ekki að einhverjir lúðar geti hlaupið í veg fyrir flugvél, með börn mín innanborðs, hvort sem er í lendingar eða flugtaksbruni.  Til þess eru hætturnar OF miklar og þol mitt fyrir heimskulegum mótmælum OF lítið.

Þetta fólk sem hér á Mbl.is hafa farið hvað harðast í málflutninginum um, að ekki hefði mátt senda umræddan Ramses til ESB landsins sem hann koma frá, eru  nánast upp til hopa miklir aðdáendur ESB og öryggis þess sambands.  Því skil ég ekki í því, að þeir treysti ekki Ítölum til að fara vel með og veita Ramses þessum hæli, séu til þess efni.

Flóttamannavandinn er svo stórkostlegur, að við getum ekki breytt meðferð á hælisleitendum, bara eftir tilfinningasemi í einu tilfelli en láta annað óskoðað.

Hvað heldur þú minn kæri, að gerðist spyrðist það út, að hér væri auðvelt að fá hæli og ríkisfang??

 Því er fyrirsögnin hjá þér afar særandi fyrir þá opinbera starfsmenn sem um málið fjölluðu og fóru AÐ LÖGUM Í EINU OG ÖLLU.

Miðbæjaríhaldið

Ekki haldinn neinni mannvonsku út í flóttamenn en vill að farið sé að lögum í hvívetna, það og það eitt TRYGGIR JAFNA málsmeðferð.

Bjarni Kjartansson, 3.7.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Svartagall

Kæri Stefán, "ekki til fyrirmyndar" er vægt til orða tekið. Brottvísunin, fangelsunin og nauðungarflutningarnir eru siðferðilega óverjandi og líklega lögbrot. Maðurinn er tekinn frjá konu sinni og þriggja vikna barni. Það er vel mögulegt að ítölsk yfirvöld sendi Ramses til Kenía, þar sem hann mun vera í lífshættu. Eina fólkið sem hefur sýnt einhvern siðferðilegan styrk í þessu máli eru mennirnir sem mótmæltu með flugvallarhlaupi sínu. Ég skil ekki hvernig þeir sem tóku þessa ákvörðun (Hildur Dungal?), og tóku þátt í nauðungarflutningunum á manninum (lögregla og starfsfólk flugfélagsins) geta horfst í augu við börn sín í dag.

Svartagall, 3.7.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Aumingja þú Bjarni minn! Fóru íslensk yfirvöld að lögum? Eru Ítalar "siðmennuð" eins og við? Í hvaða draumaheimi lifir þú eiginlega? Ég vona bara að yfirvöld fái ekki fleyri starfskrafta með innræti eins og þú virðist hafa. Svona fólk á ekki að hafa nein völd. Ítalar eru annalaður fyrir hörku og lögleysu í flóttamannamálum. Svei þér!

Óskar Arnórsson, 3.7.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst þetta sérstök afgreiðsla á málinu, Bjarni minn. Í stað þess að umsókn hans sé tekin til umfjöllunar er honum vísað úr landi á grundvelli Dyflinarsamkomulagsins. Mér finnst t.d. furðulegt að aðskilja manninn frá fjölskyldu sinni og finnst að það hefði mátt taka öðruvísi á málinu. Hvað varðar mótmælin á vellinum fóru þau yfir strikið og voru ekki eðlileg.

Takk fyrir kommentið Svartagall og Óskar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.7.2008 kl. 13:41

5 Smámynd: Svartagall

Úr því ég nefndi Hildi Dungal, sem forstjóra Útlendingastofnunar, er rétt að taka fram að hún mun ekki hafa komið að ákvörðuninni, vegna þess að hún er í barneignarleyfi. Haukur Guðmundsson er nú forstjóri Útlendingastofnunar. Tók hann þessa ákvörðun? Á hann börn?

Svartagall, 3.7.2008 kl. 14:07

6 identicon

Já þetta mál er óskiljanlegt. Ég þekki Paul Ramses persónulega og skil ekki hvers vegna í ósköpunum það er tekið svona á þessu máli, hann fær ekki einu sinni sólarhringsfrest til að undirbúa brottför, heldur er hann í haldi lögreglu frá því að hann fær að vita að úrskurður Útlendingaeftirlits er að úrskurða ekki! Ég veit ekki hverjir þetta voru sem að hlupu fyrir flugvélina, og ég er ekki hlynnt slíkri fífldirfsku en ég veit að umhyggja fyrir vini þeirra tók völdin af skynseminni. Ég tel að þeir, eins og Paul Ramses sjálfur hafi bara ekki trúað að ítalir myndu taka rétt á málum hans og því vildu þeir bjarga vini sínum frá þeim lífsháska sem hann er í ef hann fer til Kenýa. Ég hef örlítið meiri trú á ítölunum en þeir, þó svo að Ítalía og Grikkland séu þau Evrópulönd sem senda flesta flóttamenn beint til "síns heima" þegar þeir fá fólk sent frá öðrum löndum. En á meðan við bíðum frétta getum við ekki annað en beðið heitt og innilega og vonað og að sjálfsögðu bloggað, sent tölvupósta til ráðamanna og gert hvað sem í okkar valdi stendur til að vekja athygli á þessu máli Pauls og fjölskyldu hans og MÓTMÆLT!

Eftir að hafa séð meðferðina á Paul, þessum góða dreng sem lenti í vandræðum til að byrja með því hann vildi hjálpa landinu sínu hálfskammast ég mín fyrir að vera íslendingur.

Kristín Jóna (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:19

7 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Mér þykir það helv... hart að aðskilja fjölskyldu á þennan hátt og hugsanlega senda manninn í dauðann í sínu heimalandi. EN! Hafi málið farið eftir réttum leiðum í kerfinu hjá okkur þá þætti mér vænt um ef einhver sem er staðsettur ofarlega í því kerfi, myndi koma fram og útskýra fyrir mér hvernig málum var í raun háttað. Það á ekki að vera hægt í málum sem þessum að fela sig bak við "ég má ekki tjá mig um einstök mál". Það er búið að vísa manninum úr landi en við eigum heimtingu á að vita hvernig málin standa.

Aðalsteinn Baldursson, 3.7.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef Hildur Dundgal sem er hin besta manneskja, þá hefði þetta mál aldrei verið afgreitt svona ef hún hefði fengið að ráða. það ætti að innleða "test" á fólki sem ræðst til verka í svo viðkvæmum málum sem þetta er, og láta innræti hafa meira vægi enn hvernig hægt er að snúa lögum og reglum á þann hátt að úr verði tóm mannvonska sem þetta greinilega er.

Óskar Arnórsson, 3.7.2008 kl. 15:26

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er.

Við verðum að sýna Birni í verki að okkur finnst þessi vinnubrögð forkastanleg og hvetjum hann til að sýna mannúð í verki. Hvet ykkur til að lesa mjög fræðandi og góða grein um mál Paul Ramses sem ég fann inn á blogginu hans Sigurðar Þórs Guðjónssonar. http://nimbus.blog.is

Ég er að undirbúa undirskrifarlista fyrir þá sem komast ekki á mótmælin en það er lang sterkast að gera eitthvað eins og skrifa eða hringja í dómsmálaráðuneytið og útlendingastofnum. Sendið þeim bréf, föx, biðjið um viðtal við kappana. Sýnið að við sem þjóð samþykkjum ekki svona mannvonsku, mætum á mótmælin á morgunn, öll sem eitt.

Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 18:08

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er mjög erfitt úrlausnarefni, sem erfitt er að gera skil hér á blogginu.

Hér blandast annarsvegar saman lagaákvæði og Dyflinnarsamkomulagið og hins vegar mannúðarsjónamið.

Hins vegar veit ég að lögfræðingar Útlendingastofnunar hafa eflaust skoðað málið gaumgæfilega, m.t.t. til alþjóðlegra skuldbindinga og íslenskra laga og komist að málefnalegri niðurstöðu.

Paul kom frá Ítalíu og umsókn hans um pólitískt hæli á því að hljóta meðhöndlun ítalskra yfirvalda. Kærasta hans er ekki íslensk eða með dvalarleyfi hér á landi, heldur í Svíþjóð, og því eru hennar mál í höndum sænskra yfirvalda. Þessu fá íslensk stjórnvöld ekki breytt, öfugt við það sem margir halda.

Hjarta mitt segir að leyfa ætti manninum að dvelja hjá sambýliskonu sinni hér á landi.

Skynsemi mín segir mér að íslensk yfirvöld hafi í einu og öllu farið rétt að málum.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.7.2008 kl. 18:47

11 identicon

Tekin frá konu og þriggja vikna barni! Allir að gráta núna Það er nú svo með flóttamen að þeir vita alltaf hvar þær eru staddar í tíðahringnum! Það eru lög í landinu Vinstri Græn!

óskar (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:03

12 identicon

Guðbjörn: Skiptir það þá engu máli að útlendingafordómar og kynþáttahatur hafa verið, að því að virðist, í miklum vexti á Ítalíu og þá ekki síður hjá hinu opinbera en almenningi?

Hefði ekki verið hægt að veita honum landvistarleyfi af mannúðarástæðum? Það hefur verið gert í nokkrum öðrum málum.

Anna (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:01

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér sem í ýmsum öðrum málum á að fara eftir þvi sem hjartað segir. Hjartað er vitrara en þessi svokallaða skynesmi þegar kemur að mannúð og mildi.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband