Skemmdarverk og sóðaskapur fyrir náttúruna?

Tónleikar Náttúru Frekar leitt er að skemmdarverk og sóðaskapur séu eftirmálinn á annars vel heppnaða Náttúrutónleika um síðustu helgi. Táknrænt var það eftir allan lofsönginn um náttúruna að allt væri vaðandi í drasli á svæðinu og einkum áldósir út um allt. Miðað við baráttuna gegn stóriðju er þetta skondið.

Held að sumir sem mættu á tónleikana hefðu átt að velta boðskap þeirra betur fyrir sér. Ekki er nóg bara að hafa náttúruvernd sem tískuboðskap og fylgja öðrum í því blint og hugsunarlaust heldur velta boðskap þeirra fyrir sér af alvöru og taka til hjá sjálfum sér áður en aðrir eru fordæmdir fyrir að fara illa með náttúruna.

Skemmdarverkin eru sér kapítuli. Leitt er ef satt er að þeir sem stóðu fyrir skemmdunum á fallturninum í fjölskyldugarðinum hafi ráðist að fólki og skemmt fyrir þeim sem voru á tónleikunum. Ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvað þeir eru að hugsa sem þurfa að skemma leiktæki og ráðast að fólki. Er þetta bara hreinræktuð villimennska eða almenn heimska?

 


mbl.is Gengu berserksgang í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eftir þennan menningaratburð er unnt að þrífa til, safna saman áldósum og koma í endurvinnslu. En það verður auðvitað ekki gert við náttúru sem hefur verið eyðilögð eins og fyrir austan.

Alltaf eru svartir sauðir innan um fjöldann. Fyrir 60 árum kom sú tillaga fram hjá einum af menningarvitum landsins, Kristjáni Albertssyni að lögreglan kæmi upp járnbúri á Lækjartorgi til að stinga þar inn fylliröftum og öðru hyski. Hugsunin var að letja venjulega borgara til ósæmilegrar hegðunar. Þessi tillaga kom af stað miklum umræðum í samfélaginu og fannst mörgum tillagan prýðileg meðan öðrum þótti tillagan fáranleg. En hvað á að gera við ofbeldismenn, nauðgara og þessar bullur sem mörgum finnst vera eins og hvert annað úrþvætti? Í samfélagi forfeðranna þótti sjálfsagt að úthýsa uppivöðslumenn úr samfélaginu, sbr. fjörbaugsgarð og skóggang í Grágásarlögunum. Kannski þetta sé tímabundin lausn en hún er alla vega ekki varanleg. Þessir vandræðagemlingar eru margir hverjir háðir eiturlyfjum og eru með brenglað skyn til gilda samfélagsins.

Því miður. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 2.7.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband