Pólitísk fýla Kristins H. Gunnarssonar

Kristinn H. Kristinn H. Gunnarsson skrifar sig frá úrslitum prófkjörs Framsóknarflokksins með pistli á vef sínum. Kergjan og vonbrigðin ráða þar mestu, eins og gefur að skilja, enda féll vestfirska Sleggjan úr öruggu þingsæti í prófkjörinu og er kominn í pólitíska óvissu eftir fimmtán ára þingmannsferil. Þar talaði grasrót flokksins í kjördæminu. Merkilegustu tíðindin í þessum fýlubombupistli eru væntanlega þau að þingmaðurinn vill ekki áframhaldandi samstarf Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn.

Það er mjög stór spurning hvað Kristinn H. Gunnarsson sé að gera í Framsóknarflokknum ef hann er andvígur því stjórnarsamstarfi sem setið hefur við völd síðastliðin ellefu ár, lengur en Kristinn H. hefur sjálfur verið þingmaður Framsóknarflokksins. Andstaða hans við Sjálfstæðisflokkinn er svosem engin ný tíðindi, enda var hann þingmaður Alþýðubandalagsins sáluga 1991-1998 en flúði þaðan með Steingrími J, Hjörleifi, Svavari, Ögmundi og fleiri görpum en þeir fylgdu þó ekki með í kaupbæti yfir í Framsóknarflokkinn reyndar, enda flúðu sumir þeirra yfir í Samfylkinguna áður en þeir enduðu hraktir og kaldir á vinstrivanga í vinstri grænum hjá Steingrími J.

Ég man satt best að segja ekki betur en að Kristinn H. hafi verið þingflokksformaður Framsóknarflokksins 1999-2003, en Davíð Oddsson var forsætisráðherra Íslands allan þann tíma og þá var hann í nánu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, enda leiddi hann þingflokk Framsóknar inni í þinginu. Kristinn H. var reyndar pólitískt ólíkindatól þá rétt eins og núna, en eitthvað bar þá minna á andstöðunni við stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum. Það má reyndar segja um þetta samstarf að Framsóknarflokkurinn hefur fengið völd langt umfram stærðargetu og ég efast um það að Framsókn hefði þessi umfang valda eða meiri áhrif á stjórnarforystu landsins í vinstristjórn fleiri en tveggja stjórnmálaafla.

En Kristinn H. er vonsvikinn núna, það eru sárindi fyrir vestan núna hjá honum. Hver væri það annars ekki, hafandi misst öruggt þingsæti og verandi algjörlega í pólitískri óvissu. Varla fer hann á þing bara á stuðningi Vestfirðinga úr sérframboði. Erfið barátta er framundan fyrir Sleggjuna hvernig sem fer. Það er reyndar með ólíkindum að hann sé enn að barma sér eftir að grasrótin hafnaði honum og telur að fyrst hann gat ekki snúið norðvesturframsóknarmönnum til fylgilags við sig geti hann haft áhrif á þá á landsvísu. Dream on, segir maður eins og hver annar vitiborinn einstaklingur.

mbl.is Kristinn: Áfram valin hægri Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband