Afleitt upphaf sænskra hægrimanna við völd

Fredrik Reinfeldt Ég verð að segja það alveg eins og er að mér finnst sænsku borgaraöflin hafa farið illa af stað við völd eftir að þau fengu hið gullna tækifæri eftir þingkosningarnar í september. Eftir tólf ára stjórnarandstöðu bjóst maður við miklu frá Reinfeldt og hans fólki, en mikil vonbrigði einkenna stöðu mála. Skandalar hafa verið áberandi og fyrsta vikan var sérstaklega vond en þá hrökkluðust tveir ráðherrar; Cecilia Stegö Chilò og Maria Borelius, úr stjórninni.

Skv. nýjustu skoðanakönnunum hafa borgaralegu flokkarnir ekki meirihluta á bakvið sig. Það er skiljanlegt svosem eftir allan vandræðaganginn. Kosningar eru nýlega afstaðnar og enn tæp fjögur ár til kosninga. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að þau ganga fyrir sig en ég spái því að ef ekki batni verulega yfir borgaralegu flokkunu og þau fari ekki að sýna alvöru verk og sterka forystu sem þörf er á muni illa fyrir þeim. Byrjunin er afleit en framhaldið veltur á næstu mánuðum og hvernig þá muni ganga.

Það er mjög ömurlegt að sjá hversu veikluleg byrjun borgaralegu flokkanna er við stjórnvölinn. Þessi hneykslismál hafa verið gjörsamlega óverjandi og sýna mikinn siðferðisbrest, sem er ólíðandi að sé til staðar í opinberu embætti að mínu mati. Það er óskiljanlegt hvernig ráðherrarnir sem hrökkluðust frá embættu komust í gegnum smásjá í ráðherrastólinn og þær virðast hafa verið auðveld bráð bloggara, en eins og vel hefur komið fram var það bloggari sem gekk frá ráðherradómi Borelius með einfaldri rannsóknablaðamennsku og þefaði upp vandræðagang hennar með næsta einföldum hætti, sem hefur vissulega vakið athygli.

Ekki virðast skandalarnir aðeins bundnir við hægrimennina. Nú hefur verið ljóstrað upp um að Göran Persson, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, smeygði sér fremst á tuttugu ára biðlista eftir leiguíbúð í miðborg Stokkhólms með einu símtali nýlega. Persson og eiginkona hans, Anitra Steen, muni fá leiguíbúðina afhenta í byrjun næsta árs, en þurfi ekki að bíða lengi. Dæmi eru um allt að tveggja áratuga bið eftir leiguíbúðum í miðborginni. Mjög merkilegt mál.

En ég dreg enga dul á að þetta hefur verið vond byrjun fyrir borgaralegu flokkana og stjórn þeirra, og mikið pólitískt áfall fyrir Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem má ekki við frekari vandræðagangi eigi ekki illa að fara fyrir honum og stjórn hans strax í upphafi.

mbl.is Sænska ríkisstjórnin orðin óvinsælli en stjórnarandstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband