Mörgæsir skáka James Bond

James Bond (Daniel Craig)Ég verð að viðurkenna að ég fékk vænt hláturskast þegar að ég sá að mörgæsateiknimyndin Happy Feet hafi hlotið meiri aðsókn vestanhafs en Casino Royale, nýjasta James Bond myndin, um helgina. Mörgæsirnar höluðu inn tæpum tveim milljónum dala meira en hágæðanjósnarinn sjálfur. Heldur betur frétt það. Sýnist þó að Bond sé allavega að hala meira inn nú vestra en var þegar að síðasta mynd, Die Another Day, var frumsýnd fyrir fjórum árum.

Fór annars á föstudaginn og sá Casino Royale og hafði virkilega gaman af. Þetta er flott spennumynd, gamaldags Bond-mynd með öllum þeim fléttum sem nauðsynlegar eru. Finnst þetta besta Bond-myndin til fjölda ára. Fólk var orðið svolítið leitt á niðursoðna ýkta hasarnum sem var alltof feik ýktur. Nú fáum við gamaldags versíón af Bond, kærkomin útgáfa það. Finnst Daniel Craig fara vel af stað í þessu hlutverki og marka sér gott upphaf þar. Mjög gott mál. Skrifa meira um þessa mynd hér á morgun, þegar ég hef meiri tíma.

Var að horfa á Spaugstofuna á netinu. Missti af henni í gær. Þar fóru þeir heldur betur á kostum og gerðu góðlátlegt grín af Árna Johnsen og þar var allt fært í Bond-búning. Vel gert grín og ég hafði mjög gaman af þessu. Skemmtilegt hugmyndaflugið í Spaugstofumönnum eins og venjulega. Flottur þáttur. Hápunkturinn var þegar að heitum Bondmyndanna var breytt og lögin voru mjög flott með þessum breytta hætti.


mbl.is Teiknimynd um mörgæsir skákaði Bond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Ég varð hreint út sagt ekki fyrir vonbrigðum með nýju myndina. Síðasta mynd var afspyrnuléleg og nú er Bond á þeim slóðum þar sem hann á að vera. Gamaldags flottar senur og égóið og kaldhæðnin í hámarki. Ég segi fyrir mig að Bond tekur sig vel út sem ljóshærður og tel þetta bestu Bond myndina hingað til. 

Steingrímur Páll Þórðarson, 27.11.2006 kl. 19:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott komment. Við erum svo sannarlega innilega sammála um þessa mynd. Algjör gullmoli og ein af allra bestu myndunum um Bond. Innihaldsrík, fersk og stílflott. Ekki hægt að hafa það betra. Get samt ekki sagt að hún sé betri en From Russia with Love og Goldfinger, en mjög nærri þeim. Þetta er besti Bondinn frá dögum Sean Connery svo sannarlega.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.11.2006 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband