ABBA.... Thank You For The Music

abbaEkki verður um það deilt að hljómsveitin ABBA markaði söguleg skref í tónlistarsögunni á áttunda og níunda áratugnum. Þó hljómsveitin hafi ekki verið starfandi í hálfan þriðja áratug hafa lögin staðist algjörlega tímans tönn og enn er fólk að vonast eftir endurkomunni sem aldrei varð. Ekki kemur það að óvörum að saga hljómsveitarinnar sé öll og endurkoman margumtalaða sé endanlega blásin af.

ABBA þarf ekki að koma saman aftur til að sess hennar sé staðfestur á okkar dögum. Nóg er að sjá tilvísanir í verk hljómsveitarinnar síðustu áratugi, kvikmyndir og söngleiki byggða á lögunum margfrægu og fjölmargar eftirapanir af lögunum og stíl hljómsveitarinnar síðustu áratugi. Þetta er einfaldlega vörumerki sem enn skiptir miklu máli þó hljómsveitin og saga hennar sé komin í sagnfræðihlutann í tónlistarsögunni.

Alla mína ævi hefur ABBA hljómað í bakgrunninum. Ekki hefur verið hægt annað en hrífast með og meta mikils þessa hljómsveit. Á mínu heimili voru þessar plötur spilaðar í tætlur af systrum mínum og minningarnar eru óteljandi frá þessu gullaldartímabili þegar norræn hljómsveit náði heimsfrægð og varð vinsælli en nokkur önnur frá því svæði á alþjóðavísu. Auðvitað hafa komið viss tímabil í lífi mínu að ég hef ekki haft áhuga á ABBA og hef eiginlega fengið nóg af henni en alltaf kemur þetta tímabil og þessi lög sterk aftur og hafa sinn sess. Því er ekki hægt að neita.

Sagan um hatur vissra aðila á ABBA er margfræg. Fjölmargir þeirra sem aldrei sögðust fíla ABBA og ekki vilja hlusta á tónlist hljómsveitarinnar, fannst hún of glaðvær og glammúr-leg, enduðu samt alltaf út í plötubúð og keyptu verk ABBA. Þetta minnir mig reyndar mjög mikið á einn vin minn sem talaði alltaf svo illa um ABBA og fannst ekkert varið í lögin, gerði lítið úr óumdeildum sögulegum sess hljómsveitarinnar. Þegar ég fór eitt sinn í heimsókn til hans í gleðskap sá ég ABBA-geisladiska upp í hillu. Nett fyndið að sjá þetta.

Vissulega er margt við ABBA hallærislegt. Búningarnir og glammúrinn varð kannski yfirmáta hallærislegur eins og svo margt á þessu blessaða tímabili. Hver hlær ekki þegar hann sér myndir af foreldrum sínum eða ættingjum á þessu tímabili og með hárgreiðslu sem er svo gjörsamlega out of date. En tónlistin hefur lifað tískustælana af og skiptir alltaf mestu máli. Enda á tónlist að geta staðið af sér tíðarandann í tískufyrirbrigðum. Enda sést alltaf í gegn hvort tónlist sé góð eða hvort hún er yfirkeyrð af ytri áhrifum.



Tónlist ABBA lifir um alla eilífð - endurkoma, þó áhugaverð væri, hefur engin áhrif á stöðu hljómsveitarinnar eða styrkir sögulegan sess hennar. Og brátt munu allir yfirlýstir aðdáendur hljómsveitarinnar fara í bíó og sjá myndina nýju og eins allir hinir líka. Og öll þökkum við fyrir tónlistina í stíl við margfrægt lag ABBA, undir lok ferilsins.


mbl.is Aldrei saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband