Hvað er Guðmundur að gera með trúnaðargögn?

Guðmundur Þóroddsson Ekki er nóg með að Guðmundur Þóroddsson fái 30 milljónir fyrir að hætta sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og REI heldur tekur hann trúnaðargögn með sér úr vinnunni sem hljóta að teljast eign fyrirtækisins. Það er ekki beint eins og honum hafi verið falið að skrifa sögu Orkuveitunnar svona í kaupbæti þegar hann hætti þar störfum og þurfi að halda utan um vinnupunkta, fundargerðir og tengd skjöl.

Guðmundur hagaði sér í mörg ár hjá Orkuveitu Reykjavíkur eins og kóngur í eigin ríki og lét eins og hann væri forstjóri fyrirtækis sem hann ætti sjálfur ráðandi hlut í. Því ætti þessi frétt varla að koma að óvörum. Stóra spurningin er hvort hann muni skila þessum vinnugögnum og jeppanum eða túri á honum út árstímabilið, sem hann er á launum hjá borgarbúum.

Veit ekki hvort þessi starfslokasaga Guðmundar komi svosem nokkuð á óvart. Þetta er svona eitt absúrdið enn hjá þessu blessaða fyrirtæki.

mbl.is Guðmundur tók gögn með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Allir skynsamir menn hljóta að sjá að maðurinn hefur orðið fyrir áfalli, og ætti því ekki að fjalla um þetta mál fyrr en annað kemur í ljós.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 10.7.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Dettur ekki í hug að þegja yfir þessu. Finnst þessi maður bæði stórspilltur og siðlaus. Ekki nóg með að hann fengi tugi milljóna þegar hann fór. Þvílíkur skandall.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.7.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég held Stebbi, að hér sé verið að hengja bakara fyrir smið. Verið að dreifa athyglinni frá stjórnmálunum, en rótin liggur þangað, trúðu mér.

Eggert Hjelm Herbertsson, 10.7.2008 kl. 16:45

4 identicon

Stórspilltur og siðlaus.  Það munar ekki um það!

Ekki samdi hann við sjálfan sig um kaup og kjör?  Hefur Orkuveitan ekki verið ágætlega rekið fyrirtæki?  Ég get ekki merkt annað en að það hafi verið borgarbúum til sóma í stjórnartíð Guðmundar.  Flottar byggingar og virkjanir fyrir utan þróunarstarf á þessum vettvangi sem er heimsfrægt orðið.  Nú og ódýrt rafmagn og hiti.

Þetta er bara blint pólitískt hatur hjá þér.  Fer þér hreint ekki vel.

Grétar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:32

5 identicon

Einmitt fáum smiðin í sjónvarpsviðtal! Mér finnst OR hafa verið illa rekið bruðlfyrirtæki undir stjórn Guðmundar en mér finnst siðlaust að einhver ónefndur sjórnarmaður (stjórnarformaðurinn?) leggi sig fram við að sparka í manninn eftir brottrekstur. Að leka lögfræðibréfinu samdægurs í fjölmiðla er ræsisrottusiðferði!

Eru afrit af fundargerðum, samningum og þ.h. sem allir stjórnarmenn fá í hendurnar trúnaðarskjöl sem þessir aðeilar eiga að skila til OR þegar þeir hætta?  Ef það er þannig, er lögmaður OR búinn að senda fyrrverandi stjórnarmönnum bréf?

Þessi skjöl eru annað hvort heima hjá stjórnarmönnunum eða á dagvinnustað þeirra (nema afritin hans Villa, þau eru glötuð...). Hafa fyrrverandi sjórnarmenn/forstjórar einhverntiman verið krafðir um skil á þessum skjölum?

Svanhildur sem velti hverjum steini í OR þegar hún var sjórnarmaður og hafði aðgang að ráðningasamningi Guðmundar er að hneykslast á honum núna!

Þessi ráðningasamningur er auðvitað siðlaust sukk en þeir sem bera ábyrgð gagnvart okkur eigendum OR eru stjórnarmennirnir sem gerðu þennan samning við Guðmund. Ef það stendur í samningnum að Guðmunir hafi afnot af lúksusjeppanum út uppsagnarfrestinn, þá verður að standa við samninginn. Hengjum smiðinn en ekki bakarann. 

Til að fá að stjórna risaolíuskipi er ekki nóg að hafa stýrt tívolíbát eða flagga pungaprófi. OR er stórfyrirtæki en það hefur sýnt sig undanfarin misseri að sjórnarmenn hafa verið eins og börn í sandkassaleik að leika sér með fólk og milljarða á okkar kostnað og virðast hvorki hafa peningavit né reynslu af því að stjórna fólki. Er ekki kominn tími til að breyta?

Garðar 

Garðar (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband