Jesse Jackson vill skera undan Barack Obama

Barack Obama og Jesse Jackson Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson hefur síðustu klukkutímana reynt allt sem hann getur til að biðjast afsökunar á því að hafa sagst vilja skera undan Barack Obama þar sem hann tali niður til blökkumanna, en að mestu án árangurs, skiljanlega. Ummælin náðust á myndband án vitundar Jacksons og voru fyrst ekki spiluð víða vegna orðbragðsins, stóru fréttastöðvarnar þögðu um sjálf ummælin en æ fleiri tala þó opinskátt um það nú.

Jesse Jackson er enginn aukvisi í bandarískum stjórnmálum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í réttindabaráttu blökkumanna í áratugi og var við hlið dr. Martins Luthers Kings er hann var myrtur í Tennessee í apríl 1968 og verið lykilmaður í blökkumannahreyfingunni frá dauða hans. Jackson barðist tvisvar fyrir því að hljóta útnefningu demókrataflokksins sem forsetaefni hans, árin 1984 og 1988, en hefur þó af mörgum verið talinn gloppóttur og hefur oft skemmt fyrir sér með ummælum sínum.

Hvað er þetta annars með Obama og predikarana hans? Ekki nema von að það sé spurt hvað Obama gerði í fyrra lífi til að verðskulda þessa trúarleiðtoga sína sem hafa æ ofan í æ skemmt fyrir honum. Jeremiah Wright var næstum búinn að gera út af við forsetadrauma Obama, en honum tókst að bjarga því með að skera á öll tengsl við hann og yfirgefa söfnuðinn og Wright hefur verið hálfpartinn í felum síðustu vikur. Auk þess talaði Michael Pfleger talaði niður til Hillary Clinton og þurfti Obama að biðjast afsökunar á ummælum hans.



Veit eiginlega ekki hvernig Jesse Jackson getur verið trúverðugur hluti kosningabaráttu Barack Obama úr þessu. Hvað sem hann segir eða gerir til að tala Obama upp geta menn grafið upp klippuna þar sem hann segist vilja skera undan frambjóðandanum vegna þess að hann sé montinn og hagi sér eins og hvítur maður. Hver þarf á óvinum að halda þegar menn eiga svona vini og bakhjarla?

Ekki virðist stemmningin beysin í baklandi Obama þegar svona ummæli falla. Blökkumenn greinilega ósáttir með Obama, þó þeir brosi í gegnum tárin. Bakhjarlar Hillary Rodham Clinton neita að styrkja hann nema Hillary verði varaforsetaefnið og æ fleiri stuðningsmenn hennar neita að bakka Obama upp, samkvæmt könnunum. Demókrataflokkurinn er alvarlega klofinn og skaddaður, þó reynt sé að brosa.

mbl.is Jackson biður Obama afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

McCain wins by defult

Fannar frá Rifi, 10.7.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Flott færsla hjá þér Stefán. Hún leynist víða öfundin og skiptir þá ekki máli hvort maður er hvítur eða svartur, karl eða kona. Spurning af hverju  Jesse öfundar Obama  Alltaf góður líka hann Fannar frá Rifi kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband