Flóttasvipur á Þórunni

Þórunn Sveinbjarnardóttir Frekar fyndið var að sjá Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, á flótta undan Kristjáni Má Unnarssyni, fréttamanni, í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir stundu. Greinilegt er að umhverfismálin eru orðin svo heit innan Samfylkingarinnar í júlíhitanum að ekki er hægt að svara saklausum spurningum fréttamanna í kjölfar þingflokksfundarins þar sem Þórunn kvartaði undan Björgvini og Össuri í stóriðjumálunum.

Svona flótti frá myndavélum og spurningum fjölmiðlafólks leysir varla neinn vanda fyrir Samfylkinguna, nú þegar stefnuplagg þeirra "Fagra Ísland" á greinilega í mikilli kreppu. Varla gengur vel í samskiptum fólks þegar að svona er komið. Er kannski Þórunn ein á báti í sínum málum innan flokksins núorðið?

Ekki er hægt annað en spyrja eftir nýleg greinaskrif í Herðubreið, en margir tala um að staða hennar sé veik innan ráðherrahópsins og geti verið að hún missi ráðherrastólinn í væntanlegri uppstokkun á næsta ári þegar Samfylkingin fær þingforsetastólinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nú viss um að kerlu verði skipt út? Eftir því sem mér spyrst til er mikil óánægja innan Samfylkingarinnar um umhverfismálin. Ef henni yrði varpað gæti flokkurinn allteins klofið sig í þingflokk og bakland, fyrra af hverjum gæti tekið upp slagorðið „Meee“.

Arngrímur Vídalín (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Bumba

Uss hvorki hún né aðrir eru trúverðug í þessumflokki. Hún ætti bara að pakka sama og hunzkast í burtu. Með beztu kveðju.

Bumba, 10.7.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Fagra Ísland........ fallegt plagg að lesa en greinilega bara unnið til að taka fylgi frá vinstri grænum. Það að ráðherrar Samfylkingunnar skuli mjálma núna að þetta sem er í farvatninu séu verk fyrri ríkisstjórnar sýnir hversu ódýr þessi skiptimiði var.

Skeinipappír eftir kosningar en þau gerðu greinilega ekki ráð fyrir að kjósendur hefðu meira en gullfiskaminni.

Björgvin sagði á fundi í Þingborg að eignarnám  vegna virkjana í neðri Þjórsá kæmu ekki til reina. Núna næst ekki í hann.

Eins og ég hef gagnrýnt framsóknarhækju Sjálfstæðismanna þá er að verða ljósara með hverjum deginum að þetta snýst ekki um flokkinn eða hugsjónirnar.

Bara það að vera „memm“ við kjötkatlana.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.7.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því miður leit þetta ekki vel út þegar hún hlóp undan fréttamanni stöðvar 2. Ritskoðun í bjarnarmálnu og bregða fæti fyrir vatnsverksmiðjuna í Ölfusi hafa veikt hana talsvert sem ráðherra og svona framkoma hjálpar ekki.
Það verður athyglisvert að fylgjast með baráttu hennar við Björgvin og Össur.

Óðinn Þórisson, 11.7.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband