Morðalda í London - vandamál í bresku samfélagi

Gabriel Ferez og Laurent Bonomo Lögreglan í London hefur nóg að gera við að leysa hnífstungumorðmálin í borginni, en þau eru sem faraldur nú og fjöldi ungra manna fallið í valinn. Fimm manns hið minnsta voru stungnir nú um helgina. Held þó að morðið á frönsku námsmönnunum slái út allt annað í þessum ófögnuði sem skekur breskt samfélag, er hiklaust með ógeðfelldari morðmálum síðustu áratugi.

Ánægjulegt er að lögreglan sé komin á spor þeirra sem frömdu verknaðinn. Ekki var nóg með að morðinginn (morðingjarnir) veittu mönnunum tveimur um 250 stungusár heldur var kveikt í líkunum. Lýsingar á þessu voðaverki eru skelfilegar og vonandi munu þeir sem frömdu verknaðinn svara til saka fyrir það og fá sinn dóm. Hef fylgst með fréttum af þessu máli á bresku fréttastöðvunum. Greinilegt er að yfirvöld ráða ekki við stöðuna og fátt er til ráða.

Þeir á Sky hafa fjallað jafnan um þessi mál af ábyrgð og talað um allar hliðar þessara sorglegu morða og reynt að varpa ljósi á þá þætti sem mestu skipta. Sérstaklega áhrifaríkt var að sjá viðtal við blökkumann í einu af gengjunum í borginni þar sem hann talaði um ofbeldið og sagði enga vera neitt nema þeir ættu hníf og gætu varið sig. Villimannseðlið og tilfinningaleysið er algjört. Morð eru líka framin oft af mjög litlu tilefni og fórnarlömbin eru berskjölduð nema þau geti varið sig með hnífum.

Þess eru dæmi að gengi taki vissa einstaklinga fyrir og vilji taka þá úr umferð. Er grimmdin í þessum málum mjög mikil og ekki hægt að sjá betur en að ríkisstjórnin og borgaryfirvöld í London standi ráðalaus andspænis þessum mikla vanda, sem versnar með hverjum deginum. Dökkur blær er yfir nokkrum borgarhverfum og þar horfir fólk upp á hvert morðið á eftir öðru, vill komast úr hverfinu en getur ekki losnað við fasteignina sína.

Blasir við að þetta sé uppsafnaður vandi í bresku samfélagi. Hef heyrt marga sérfræðinga tala um hættulega framkomu ungs fólks í gengjunum; finna megi fyrir einmanaleika og þunglyndi ungmenna almennt sem stafi m.a. af ábyrgðarleysi fullorðinna - mjög skorti á ást og umhyggju í samfélaginu. Er fylgst er með fréttum af hnífstungumorðunum má finna vel fyrir því að ekki er hægt að ráða við stöðuna.

Nú er talað um það sem einhverja lausn að gera hnífa upptæka og gera herferð sérstaklega gegn þeim sem ganga um borgina með hníf á sér. Varla verður það auðvelt verkefni og ekki hægt að ná tökum á stöðunni með því. Vonandi mun takast að stöðva þessa morðöldu í heimsborginni London. Ekki er þó ástæða til bjartsýni miðað við hversu alvarleg staðan er.

mbl.is Ákærður vegna námsmannamorða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Miðað við hve stór fátækrahverfin í UK eru, þá er að undra að vandinn sé ekki meiri.

En þeir neita að sjá það, vandinn er ekki allt þetta fólk sem lifir á bótum, kynslóð eftir kynslóð.  Nei.  Þetta er allt hnífum að kenna.  Þeir skilgreina vandann sem "knife crime," og fara að eltast við alla sem hafa hníf á sér.

Sem gerir það að verkum að það verður mjög töff og ógnvekjandi að vera með hníf á sér, sem aftur gerir það að verkum að það verður nauðsynlegt að vera með hníf á sér.

Þeir vilja ekki sjá að félagslega öryggisnetið er búið að eyðileggja fólk.  Fullt af því.  Allt vegna ofreglings og bírókratíu.  En það er allt afar flókið.  Það er miklu auðveldara að segja bara að það sé hinum illu hnífum að kenna.

Gefum þessu liði aðgang að skotvopnum, segi ég.  Þá hætta þeir þessu hnífastússi.  Svo geta þeir bara draftað alla og sent þá til Íran.  Etir þá vitleysu verður nóg að vinna.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.7.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband