Líf og dauði í spítaladrama

Liðið í Grey´s Anatomy Ég er einn þeirra sem er ekki beint hrifinn af spítalaframhaldsþáttum, einskonar blöndu af rómans og raunveruleika sjúkrahúsanna. Þannig að það verður seint sagt að ég hafi gaman af Grey´s Anatomy og ER.

Finnst tilveran á sjúkrahúsunum þar stundum einum of slétt og felld í bland við alvöru lífsins sem þar er, en það er bara mitt heiðarlega mat. Fjöldi fólks eru miklir aðdáendur svona þátta eins og áhorfsmælingar sýna.

Enginn vafi leikur á að Grey´s Anatomy er einn heitasti þátturinn vestanhafs. Er samt einn þeirra sem er nokkuð sama hvort Izzie lifir eða deyr í þættinum, en dáist að þeim sem velta því fyrir sér.

Hinsvegar er ég ánægður með hversu sjálfstæð Katharine Heigl hefur verið en hún afþakkaði Emmy-tilnefningu vegna þess að henni fannst hún ekki verðskulda hana vegna lélegs handrits sem skrifað var fyrir hana.

Grey´s Anatomy á stóran aðdáendahóp hér og ekki er langt síðan Ísland fékk sína stundarfrægð í þættinum. Minnst var á landið í hugleiðingum dauðvona sjúklings sem vildi fá að kveðja þennan heim sáttur við lífið og tilveruna á Íslandi.

mbl.is Er Izzie dauðvona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Mér finnst þú hafa samt OF muklar upplýsingar um persónu í þætti sem þú hefur lítið gaman af. Svona miðað við yfirlýsingar þínar um þáttinn:)

Steinþór Ásgeirsson, 14.7.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

hehe. Má vera. Ég fylgist með fréttum og þar var fjallað um það þegar Heigl afþakkaði Emmy-tilnefninguna, sem þótti djarft. En ég hef ekki horft á einn heilan þátt af þessum þætti, svo að ég get varla talist aðdáandi. Hef meiri gaman af spennuþáttum en svona týpum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband