Bensínið hækkar - 200 kallinn í sjónmáli

Bensínverðið er orðið ískyggilega hátt - hækkunin ætti svosem varla að koma að óvörum þó hún komi sér illa fyrir landsmenn alla. Ég spáði því hér í marsmánuði að bensínlítrínn yrði kominn í 200 krónur fyrir sumarlok og svo mun verða raunin. Þessi þróun hefur þó hraðvirkari en mörgum óraði fyrir og er sam martröð fyrir þá sem þurfa að keyra mikið.

Verð samt ekki mikið var við að fólk keyri minna og spari bílinn. En kannski mun það fara að breyta einhverju þegar bensínlítrinn fer yfir 200 kallinn. Þessar hækkanir koma illa niður á fólki og væntanlega spyrja margir sig að því hvar eigi að spara þegar harðnar meira á dalnum en þegar er raunin.

Fór í sumarbústaðinn um daginn, austur fyrir Vaðlaheiðina, og mætti þar húsbílum og stórum og miklum bílum með fellihýsi og tjaldvagna í eftirdragi. Varla er slík sumarkeyrsla um landið ódýr en þegar farið er á bílasölurnar blasa þar við jeppalengjurnar. Varla er gósentíð á bílasölunum núna.

mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband