Umdeild skopteikning af Obama-hjónunum

Umdeild forsíða New Yorker Tímaritið New Yorker, sem lýsti yfir stuðningi við John Kerry í forsetakosningunum 2004 á síðustu dögum kosningabaráttunnar, birti í dag umdeilda skopmynd af Michelle og Barack Obama í líki hermanns með alvæpni og múslima. Myndbirtingin hefur verið fordæmd víða í Bandaríkjunum í dag.

John McCain, forsetaefni repúblikana, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann talar harkalega gegn myndbirtingunni og fordæmir mjög á hversu lágu plani hún sé. Auðvitað hefur svo kosningabarátta Obama-hjónanna látið í sér heyra og farið hörðum orðum um þá pólitík sem New Yorker gefur í skyn með myndbirtingunni.

Ekki er hægt að segja að þetta sé fögur pólitísk barátta eða tjáning á pólitískri baráttu sem sést með þessari mynd og að gefið sé í skyn að maður með raunhæfa möguleika á forsetaembættinu sé kaldrifjaður öfgamaður og kona hans til í hernaðarleiki við hlið hans og kyndi undir hryðjuverk.

En kannski er þessi myndbirting lík mörgu sem sést hefur í bandarískum stjórnmálum hvað það varðar að skopmyndateikningar þar hafa oft verið harðskeyttar og óvægnar í meira lagi og ekkert hikað í þeim efnum. Þessi myndbirting er þó með þeim daprari. Margar skopmyndir fá fólk til að hlæja. Held að fáir hlæji að þessari.

Svo má auðvitað velta því fyrir sér hvort New Yorker harmi mjög að Hillary Rodham Clinton varð ekki forsetaefni Demókrataflokksins og sé enn í forkosningagírnum - hafi ekki sætt sig við möguleikann á því að Obama verði forseti Bandaríkjanna. Reyndar er það nokkuð augljóst enda myndu þeir aldrei birta þessa mynd ef þeir gætu sætt sig við hann, rétt eins og John Kerry síðast. En kannski koma þarna fram fordómar fólks á New York-svæðinu á Obama.



Barack Obama hefur verið að vinna mjög ákveðið að því að heilla gyðingaatkvæðin í New York og reyna að tala upp Ísrael og tala harkalega niður til Írans. Gott dæmi um það er ræða hans hjá AIPAC fyrir rúmum mánuði, þar sem hann talaði um stjórnina í Íran sem einræðisstjórn, Irani regime, líkt og Bush gerði um Íraksstjórnina, Iraqi regime. Ekki er að sjá að mikill munur sé á milli McCain og Obama hvað varðar Ísrael og Íran.

En þetta verða óvægnar kosningar. Obama hefur ekki með þessari myndbirtingu séð fyrstu né síðustu atlöguna að mannorði hans og konu sinnar, sem virðist vera mjög umdeild samkvæmt nýjustu könnunum, mun umdeildari en Cindy McCain, og fá yfir sig heift fjölda fólks, mun frekar en eiginmaður hennar. Gæti orðið álíka umdeild og Tereza Heinz Kerry í síðustu forsetakosningum, en á öðrum forsendum.

Væntanlega verður Obama að halla sér betur að gyðingaatkvæðunum á New York-svæðinu ef marka má þessa myndbirtingu. En væntanlega er þetta fyrsta merki þess að alvöru hiti sé kominn í baráttuna fyrir forsetakosningarnar eftir tæpa fjóra mánuði.

mbl.is Skopteikning veldur uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ef rýnt er í umfjöllun blaðsins má greina, að þessi skopmynd er í raun kaldhæðnislegt grín blaðsins að þeirri ímynd sem sumir hafa viljað varpa fram af Obama.

Júlíus Valsson, 14.7.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Í og með er þetta húmor, en líka að hluta viss alvara. Enda er þetta sú ímynd sem flestir andstæðingar Obama hafa á honum að vissu leyti. Allavega, tókst þeim að fá athygli, heldur betur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Júlíus Valsson

..og ég spái því að með birtingu myndarinnar sé málið þar með dautt.

Júlíus Valsson, 14.7.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ekki er það að sjá af viðbrögðum Obama-hjónanna. Þau eru alveg æf og nota sér þessa myndbirtingu heldur betur. Spara ekki stóru orðin í að tala gegn þessari mynd sem þau segja móðgandi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.7.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Öllu gríni fylgir einhver alvara. Mikill munur að gera grín að fólki sem er en í mannheimum og getur svarað fyrir sig,en löngu dauðum kalli sem áhangendur keppast vid að mistúlka. Finnst ekkert ad myndinni - hún er barn síns tíma hrá -hæðin og alvarleg. Kemur manni til ad staldra adeins við og HUGSA     

Birna Guðmundsdóttir, 15.7.2008 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband