Borat

Borat Kvikmyndin um frettamanninn líflega Borat hefur heldur betur farið sigurför um heiminn. Hún er þó umdeild, sumum líst ekki vel á, en öðrum líkar betur við hana og telja hana vel gerða og líflega. Fór og sá hana í bíó hér á Akureyri fyrir nokkrum vikum og fannst hún flott. Lifandi og hressileg.

Nú eru að spretta upp málaferli vegna myndarinnar, eins og fram hefur komið á fréttavefsíðum, t.d. fréttinni hér fyrir neðan. Er þar um að ræða að tveir Rúmenar sem komu fram í myndinni krefja kvikmyndaverið 20th Century Fox um skaðabætur upp á 30 milljónir dala.

Það verður seint sagt um Sacha Baron Cohen að hann sé ekki umdeildur og svo mikið er víst að túlkun hans er kostuleg og viðtölin sprenghlægileg.

mbl.is Rúmenar í mál við 20th Century Fox vegna myndarinnar um Borat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband