Sturla boðar stórátak í vegamálum

Sturla Böðvarsson Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, boðaði stórátak í vegamálum á fundi Samtaka verslunar og þjónustu í morgun. Það er svo sannarlega ánægjulegt að heyra það. Hann boðar fjögurra akreina veg hingað norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti, þangað sem beygt yrði niður að Bakkafjöru og höfn sem byggð yrði þar fyrir Vestmannaeyjaferju.

Það er ánægjulegt að heyra að ráðherra hefur metnað fyrir því að leggja fjögurra akreina veg hingað norður í land. Allir sem fara leiðina Akureyri - Reykjavík sjá vel að leiðin er löngu sprungin og kominn tími til að hugsa stórt í þessum efnum. Okkur hér fyrir norðan hefur fundist leitt að ráðherrann hafi ekki hugsað nógu stórt varðandi styttingu leiðarinnar. En það er eins og það er bara.

Þetta er gott skref og við hljótum að fagna því hér fyrir norðan að heyra af þessum hugmyndum ráðherrans, sem eru stórátak svo sannarlega og boða mikil tíðindi.

mbl.is Samgönguráðherra segir þörf á stórátaki í vegamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta eru djarfar hugmyndir og öflugar. Það verður að ráðast hvað fer í framkvæmd. Mér finnst þetta mjög voldugt allavega, verkin munu dæma þó hvort hann stendur við loforðin eður ei. Þetta er allavega ekki komið á samgönguáætlun en er framtíðarsýn, sem vert er að virða.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.11.2006 kl. 13:05

2 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Afhverju ekki átta akreina hálendisveg?

Arnljótur Bjarki Bergsson, 22.11.2006 kl. 13:19

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ja hérna Stebbi, stórátak svei mér þá. Fjórar akreinar austur að Markarfljóti það er aldeilis. Hvað ætli þetta stórátak eigi að ná yfir langan tíma ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.11.2006 kl. 23:43

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Guðrún María

Það er ekki bara það heldur líka vegabætur til Akureyrar. Þær vegabætur skipta okkur hér miklu máli. En þetta er framtíðarsýn, nú ræðst hvað fer á framkvæmdaplan. Það er það sem máli skiptir ávallt er á hólminn kemur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2006 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband