Skemmtilegt grín um bandaríska forsetakjörið



Innan við fjórir mánuðir eru þangað til 44. forseti Bandaríkjanna verður kjörinn og styttist óðum í flokksþing repúblikana og demókrata, auk valsins á varaforsetaefnum John McCain og Barack Obama. Kosningabaráttan er hafin af fullum krafti. Þeir hjá Jib Jab hafa sett saman magnaða klippu þar sem baráttan er sett í kómískt ljós - lagið Time for some campaignin´sem byggt er á lagi Bob Dylan Times they are changin´. Mæli með því að allir sem hafa einhvern minnsta áhuga á bandarísku forsetakosningunum líti á það.



Jib Jab var með nokkrar ansi góðar slíkar myndklippur vegna forsetakosninganna 2004, en þeirra eftirminnilegust var sú sem þeir gerðu eftir að George W. Bush var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Bendi á hana hérmeð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband