Aðgát skal höfð....

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki vel til Jósafats Arngrímssonar. Hinsvegar varð ég svolítið hissa þegar ég las skrif þeirra sem höfðu tjáð sig vegna andláts hans. Fannst þar ráðist ómerkilega að honum og fannst það einum of langt gengið. Vel má vera að Jósafat hafi verið umdeildur maður, en ég held að fólk eigi að vanda orðaval sitt betur en raun ber vitni í þessu máli.

Aðgát skal höfð... eins og frægt var sagt.

mbl.is Jósafat Arngrímsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála.  Furðulegt að bjóða upp á blogg um nýlátinn mann.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.7.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu  Stefán Friðrik!!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.7.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég tók eftir þessu líka, enda eru þeir hjá Mogganum búnir að taka það út að hægt sé að tengja við fréttina.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Erfitt reynist sumum bara að vera heiðarlegir og sega það sem þeim liggur á hjarta á þeim stað þar sem það á við. Eftir sitja ættingjar sem ekkert hafa gert því fólki sem bölsótast sem mest.

Það eitt og sér er óréttlátt.

S. Lúther Gestsson, 17.7.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Leyfði mogginn að tengja við þessa frétt? Hefði haldið að hún væri af of persónulegu tagi til leyfa hvaða sveitalúða sem er að tjá sitt álit.

 Nei, ég er ekki að kalla þig sveitalúða Stebbi. :)

Róbert Þórhallsson, 17.7.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband