Snilld Megasar

Megas Í gćr keypti ég mér plötuna Pćldu í ţví sem pćlandi er í, en ţar taka landsţekktir söngvarar lög Megasar međ sínu nefi. Ţetta er virkilega vönduđ og góđ plata. Ţarna er lögum Megasar gerđ góđ skil. Best af ţeim finnst mér lagiđ Dauđi Snorra Sturlusonar í túlkun KK, Táraborg í túlkun Ragnheiđar Gröndal og Ţóttú gleymir Guđi í túlkun Páls Óskars. Mćli svo sannarlega međ ţessari plötu.

Fullyrđa má ađ Megas sé merkilegur tónlistarmađur í tónlistarsögu landsins. Hann er snillingur orđsins í nútíma ljóđlist og hefur tekist međ undraverđum hćtti ađ tjá sig međ nćmleika og merkilegri fegurđ um daglegt líf og getur tjáđ sig međ svipmiklum hćtti um samtíma sinn. Umfram allt er ţó Megas kaldhćđinn og napur í yrkisefnum, ţađ er viss ádeila í honum sem alltaf er gaman af.

Ţađ hefur líka veriđ gaman af ţví hvernig hann hefur notađ heimsbókmenntirnar, sagnaarfinn okkar og ţá hefđ sem hann byggist á og kveđskap fyrri tíma sem efniviđ í verk sín. Hann hefur međ merkilegum hćtti náđ ađ flétta saman slangri, rokkfrösum seinustu áratuga, nýyrđum og sett saman viđ gullaldarmál fyrri tíma, svo úr verđi nćm meistaraverk. Hef ég lengi boriđ mikla virđingu fyrir verkum hans og tónverkum. Međ vinnubrögđum sínum hefur hann tekist bćđi ađ heilla og hneyksla.

Hvađ sem segja má ţó um Megas leikur ţó enginn vafi á ţví ađ hann hefur náđ til fólks og hreyft viđ samtímanum međ merkilegum hćtti. Ţađ er hans afrek og verđur ţađ sem mun ávallt setja mestan svip á feril hans. Hvernig er annars hćgt ađ gera upp tónlistarsögu 20. aldarinnar án ţess ađ taka fyrir plötur hans, t.d. Millilendingu, Fram og aftur blindgötuna, Á bleikum náttkjólum, Drög ađ sjálfsmorđi og síđast en ekki síst Loftmynd?

Fallegasti texti Megasar er ţó hiklaust Tvćr stjörnur. Gríđarlega fallegt og táknrćnt. Eitt af uppáhaldslögunum mínum. Sćtt og ljúft lag.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband