Umdeild snilld hjá Monty Python

Life of Brian Þrem áratugum eftir að Monty Python gerði kvikmyndina Life of Brian, þar sem gert er grín að messíasardýrkun, er enn deilt um boðskap hennar, hvort hún sé ein besta gamanmynd kvikmyndasögunnar og banna eigi sýningar á henni. Ég hef alla tíð verið mikill aðdáandi Monty Python og líkað vel við sketsahúmorinn hjá þeim. Þeir mörkuðu þáttaskil í gríni, voru kannski að einhverju leyti á undan sinni samtíð og gerðu frábær verk sem hafa lifað.

Ég veit að Life of Brian hefur gert marga menn trúarinnar algjörlega æfa af bræði en ég hélt þó að flestir hefðu jafnað sig á boðskapnum eftir öll þessi ár. Trúarlegt grín eða nýtt sjónarhorn á lykilatriði trúarbragða hefur ekki alltaf hitt vel í mark. Öll munum við eftir skopmyndum og gamansemi um trúarbrögð sem hafa kveikt bál, misjafnlega mikil og langvinn. Spaugstofan var allt að því bannfærð á sínum tíma fyrir trúarlegt grín, Jón Gnarr var álitinn svikari af kaþólskum fyrir Símaauglýsingarnar og öll munum við eftir Múhameðsteikningunum.

Trúarlegt grín fær einhverja til að hlæja en aðrir taka kast yfir því. Skiptir þar svosem máli hversu langt er gengið. Monty Python fékk yfir sig mikla reiðiöldu þegar þeir fóru yfir í trúarlega grínið og gamla góða myndin þeirra enn umdeild. Flestir muna svo eftir því hvað gerðist þegar Martin Scorsese gerði The Last Temptation of Christ. Myndin hefur ekki verið sýnd í Ríkissjónvarpinu árum saman vegna þess hversu umdeild hún var. Allavega hefur verið hætt við sýningar á henni, reyndar orðið svolítið langt síðan. Og ekki er hún sýnd daga og nætur á Stöð 2 Bíó heldur.



Þó Monty Python hafi leikið sér að því að verða umdeildir, stuða með gríni sínu er sögulegur sess þeirra í gamanleik traustur. Gamanþættir þeirra voru tær snilld og myndirnar alveg frábærar. Þeir voru pottþétt blanda og Cleese, Palin og Idle með vinsælustu grínistum allra tíma. Kannski er kominn tími til að Ríkissjónvarpið sýni þessa snilld fyrir okkur. Eða eru kannski einhverjir enn argir yfir gríninu eftir öll þessi ár hér heima á Fróni?

mbl.is Bannað að sýna Life of Brian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Miðað við viðbrögð Kaþólskra "leikmanna" hér við auglýsingum símans, má ætla að enn sé ágætis jarðvegur fyrir heilaga hneykslan og sjálfhverfa helgislepju hér.

Þeir geta ekki fengið slíkt bannað vegna grundvallarþátta stjórnarskrárinnar, en þeir geta reynt að beita kúgunum og boycotti, eins og þeir reyndar gerðu, hversu kristilegt og umburðarlynt það er. Svo á hinn bóginn eru aðrir kristnir, sem eru ekki sáttir við hjáguða og dýrlingadýrkun Kaþólikka, sem gengur svo langt að hafa lík dýrlinganna í glerkössum til dýrkunnar.

Annars liggja trúarbrögð vel við höggi í rakalausri fabúlunni og ruglinu, svo ekki sé talað um innbyrðis fordæmingu þeirra hver á annars trúargreinum og undirgreinum.

Margir vita t.d. ekki að Páfadómur bannfærði Lúther og lýsti lúterstrú villutrú á sínum tíma, (sem er verra en trúleysi) Það stendur enn í dag og eru því Íslendingar samkvæmt því flestir villutrúarmenn. Gaman að hugsa til þess þegar kaþólikkinn Jón Valur kallar lúterska trúhræsnara á hans bloggi, bræður og systur.   

Þessir hlutir eru þegar svo afstæðir að ekkert er rangt né rétt í þessu samhengi.

Persónulega hef ég þá fullvissu að guð (svo afstæð sem sú nafngift er) er ekki til. Ekkert af atburðum Mósebóka áttu sér stað (vísindalega sanna) og Kristur var aldrei til.  Þeir sem nenna og þora að kynna sér þessi mál, munu komast að sömu niðurstöðu.

Heilög hneykslan er einvörðungu sjálfmiðuð tilraun manna til að sveipa sjálfa sig helgiljóma í augum annarra. Hlægilegt í alla staði.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars gerðu þeir mörg ódauðleg listaverk, sem oftast voru ádeila á trúarbrögð og stjórnmál og breyttu hugarfari og viðhorfi heilla kynslóða til þessara hluta. Má nefna The meaning of life, Brazil, Jabberwoky, Eric the Viking, Holy Grail og fleiri.

Hér er smá klipp úr Jarðarför Grahams Chapman, sem var einn þeirra. Þetta er raunveruleg jarðarför og maður spyr sig...er þetta ekki nær lagi heldur en helgislepjan?

Ég var nýlega í jarðarför, þar sem presturinn klifaði á miskunsemi guðs og þakkaði honum í sífellu á meðan eiginmaður og lítil dóttir hinnar ungu konu sem fallið hafði frá, grétu djúpt og sáran á fremsta bekk. Man ekki eftir öðru eins taktleysi og sjálfhverfu í langa tíð. Langaði helst að gefa helvítinu einn gúmmoren í lok messu.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tær snilld, ekkert annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Sjálfur tel ég mig trúaðan en ég get á engan hátt fett fingur mína út í snillingana í Monty Python. Mér finnst "Life of Brian" snilldarmynd, eins og reyndar flest annað sem frá þeim er komið. Og talandi um kaþólskuna þá spyr ég mig; á hvað trúa kaþólskir sem biðja frekar til dýrlinganna sinna og Maríu meyjar, frekar en Jesú og Guðs? Ég ætla þó ekki að fara að fella dóm um þá frekar en aðra hópa trúaðra eða trúlausra.
En myndin er snilld.

Aðalsteinn Baldursson, 21.7.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tær snilld

annars er það broslegasta, fólkið sem tekur sjálft sig og skoðanir sínar svo hátíðlega að það geti ekki séð skondnu hliðarnar. þ.e. þeir sem fárast yfir svona gríni.

Brjánn Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband