Ólafur Ragnar og Dorrit sleikja upp Mörthu Stewart

Dorrit og Martha StewartAlltaf er það nú jafn skondið að fylgjast með forseta Íslands smjaðra fyrir viðskiptajöfrum og öðru celeb-inu á erlendri grundu - skemmtilegur lokakafli á litríkan feril framsóknarmannsins sem varð formaður Alþýðubandalagsins. Núna er Martha Stewart á Íslandi í boði forsetahjónanna og eðlilegt að spurningar vakni um hvort það sé viðeigandi að forseti Íslands taki á móti henni, ekki Ólafur Ragnar prívat og persónulega.

En eru þetta einhver tíðindi? Ólafur Ragnar hefur fært forsetaembættið út í glamúr og glys, dekur við auðmenn og peningakalla er í forgrunni. Embættið er komið óravegu frá þeim tíma er Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir sátu á forsetastóli. Mörgum fannst Vigdís höll undir fræga fólkið, en hún var þó órafjarri þeim botni sem Ólafur Ragnar er á. Ekki er annað að sjá en Ólafur Ragnar hafi gleypt sannfæringu sína og hugsjónir fyrir löngu, hafi hann á annað borð haft nokkrar meðan hann var formaður Alþýðubandalagsins.

Reyndar fannst mér fyndnast af þessu öllu þegar Ólafur Ragnar bauð George H. W. Bush í laxveiði hingað til Íslands fyrir tveim árum og gaf honum flugusett og stöng að gjöf, og fór svo skömmu síðar í kertaljósakvöldverð í Hvíta húsinu í boði Bush-hjónanna. Efast um að margir íslenskir vinstrimenn hafi brosað hringinn yfir vináttu Ólafs Ragnars við Bush-fjölskylduna. Skrifaði grein um þetta á sínum tíma, sem ég bendi á.

Kannski finnst einhverjum eðlilegt að forsetahjónin skáli við Mörthu Stewart og séu gestgjafar hennar á sama sumri og henni er meinað að koma til Englands vegna afbrota sinna. Efast má þó um að það sé heiður fyrir forsetaembættið að fá þessa konu til landsins á vegum forsetahjónanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þarna ert þú Stefán að gera úlfalda úr mýflugu.  Staðreynd málsins er sú að þær Dorrrit og Martha eru góðar vinkonur og hafa verið í mörg ár.  Dorrit var orðin heimsborgari löngu áður en hún kynntist Ólafi Ragnari.  Mér finnst Ólafur hafa staðið sig vel í forsetaembættinu og þar sem hann er giftur Dorrit leiðir það auðvita til þess að þau hjónin umgangast mikið af frægu og ríku fólki.  Af því þú nefnir Bush þá man ég ekki betur en að Davíð Oddson hafi flaðrað upp um hann eins og undirgefinn hundur við hvert tækifæri.  Á öllum þeim fundum sem Davíð sótti og Bush var viðstaddur var Davíð alltaf búinn að troða sér við hlið Bush þegar kom af myndatökum af fundarmönnum.

Jakob Falur Kristinsson, 19.7.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Kóngar meiga allt og meira ef þeir eiga fallegar drottningar.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.7.2008 kl. 17:31

3 identicon

  Jakob, varla var það ætlun þín að staðfesta skrif Stefáns um þýlyndi forseta vors gagnvart auðmönnum og heimsborgurum með því að benda á stöðu hans útvalda kvonfangs á sínum tíma?  Sum stuðningsskrif geta virkað þrælöfugt... 

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Stefán þetta er ósköp eðlilegt, en Bessastaðahjónin gætu látið það eiga sig að nota bíla forsetaembættisins undir svona prívat heimsóknir til Mússu. Ég er nærri 110% viss um að forsetabílinn ber ekki að nota undir vini forsetafrúarinnar, sem væntanlega er ekki opinberri heimsókn.

Óli og Mússa hafa misskilið eitthvað og nú er bara að krefjast þess að sjá reikninga fyrir þessari notkun bíla embættisins og starfsmanna embættisins í tengslum við komu gráðugu Mörtu og annarra sem sniglast á Bessastöðum án þess að það sé þjóðinni til gagns.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.7.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Æ Stebbi.... mér finnst hatur þitt á Ólafi Ragnari þér lítt samboðið....

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Alveg ótrúlegur málflutningur að forsetahjónin getið gert hvað sem þeim sýnist og þá í skjóli þess að vera vinir Dorrittar... Marta (smarta), eins og hún er kölluð í B.N.A. Er dæmdur glæpamaður þar...Eigum við Íslenska þjóðin að þurfa horfa upp á siðleysið að hún (Marta), sé gestur æðstu valdamenna þjóðarinnar og enginn mótmæli því?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.7.2008 kl. 20:47

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nú líkar mér við þig, þú gerist beittur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:50

8 identicon

Mér finnst alltaf jafn fyndið að lesa skrif Stefáns um forsetann.  Koma svo með meira af svona pirringi!.

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:28

9 Smámynd: haraldurhar

     Stefán skrif þín hér að ofan lýsa hversu smár þú virðist vera í hugsun, og ekki geta látið Ólaf Ragnar né Dorrit njóta sannmælis.  Það ætti öllum ljóst að Ólafur Ragnar hefur náð stórkostlegum árangi í erl. samskiptum, og komið á mörgum viðskiptasamböndum er hafa skilað okkur stórfelldum ábata. Nú síðast er Björgólfur Thor fékk stórlán frá Kína.  Dorrit hefur einnig opnað margar dyr.  Árangur þeirra er meiri en allrar ísl. utanríkiþjónustunar, og ættu þú og fleiri að fara meta þetta fólk að verðleikum og hætta þessum smásálarskap.  

haraldurhar, 20.7.2008 kl. 00:32

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú hefur greinilega ekki verið nemandi Ólafs í Háskóla Íslands!

Eða hvað?

Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 08:18

11 identicon

Já ... Martha Stewart er óneitanlega glæpakvendi af verstu gerð.  Hún gerðist sek um að selja 3928 hluti í fyrirtækinu ImClone daginn áður en þau féllu í verði og tókst þannig að forða sér frá 45.673 dollara tapi (fjörutíuogfimmþúsundsexhundruðsjötíuogþrjú).  Hún hafði fengið vitnesku frá starfsmanni Merrill Lynch bankans að eitthvað væri í vændum með bréf ImClone. 

Svei þér Dorrit að leggja lag þitt við svona fólk. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 11:31

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stefán, þú ert að tala um forseta Íslands. Var ekki hrifinn af honum í pólitíkinni, en forsetaembættið þarf að hafa virðingu. Ólafur hefur að flestra mati staðið sig með prýði. Það sama verður ekki sagt um bloggið þitt. Götustrákablogg.

Sigurður Þorsteinsson, 20.7.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband