Bubbi dissar Björk

Bubbi Bubbi Morthens hefur aldrei verið þekktur fyrir að tala tæpitungu. Nú er hann að dissa Björk fyrir að hugsa frekar um stóriðju en fátækt og efast í raun um fyrir hverju hún er að berast. Þarna virðast Árni Johnsen og Bubbi sameinast í undarlegu bandalagi. Sennilega er Bubbi að senda sneið til Sigur Rósar og fleiri tónlistarmanna sem hafa sungið gegn stóriðju um nokkuð skeið. Ekki veit ég betur en Bubbi hafi sjálfur sungið gegn stóriðju en minna farið fyrir fátæktarsöngvum, allavega síðustu árin.

Bubbi er oft ágætur, fer stundum einum of mikið fram úr sjálfum sér. Hef ekki alltaf verið sammála honum. En ég hef oft verið hrifinn af hinum pólitíska tóni í honum, yfirlýsingum um mann og annan. Það er hægt að taka því oft hæfilega alvarlega. Þetta er bara hans stíll. Enda væri stílbrot ef Bubbi færi að breyta sér á sextugsaldri fyrir einhverja besservissera úti í bæ.

En eflaust fær Bubbi yfir sig gusu af neikvæðni vegna þessara kommenta um Björk, sem geta ekki túlkast öðruvísi en sem nett diss. En, þetta er víst bara Bubbi, hann var fílaður svona í denn og varla þörf á að breyta því á 21. öld - sama hvort alþýðutaugarnar hans verði minna áberandi.

mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú? Ég hélt að Bubbi væri einmitt þekktastur af því að tala tæpitungu.

Svipað orðheppinn og fjölfróður og Bush. Hefur kannski eilítið stærra egó. Hann hefur raunar sérstakt aðdráttar og segulsvið, sem veldur vísindamönnum miklum heilabrotum.

Eitt á hann ekki. Það er húmor. En hann er fyndinn sem fyrirbrygði,rétt eins og Chuck Norris.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bubbi ætti samt að prufukeyra þessa hugmynd sína áður en hann dissar Björk og prófa að syngja einhverjar krónur í vasa fátækra hér. Skyldi það vera raunhæfur möguleiki eða er þetta enn eitt blablabla-ið til að varpa ljósinu á sjálfan hann. Það er að sjálfsögðu ergilegt fyrir hann að Björk fái þessa athygli, þegar hann er háður henni allri óskiptri.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

já en Bubbi er ríkur, Bubbi er hamingjusamur, allir öfunda Bubba, Bubbi tapar, Bubbi græðir, Bubb bubb bu

bra bra

Pálmi Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 16:14

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það fyndna var samt að annars vegar var slegið upp að hann vildi að Björk styddi fátæka á Íslandi, hins vegar að Bubbi hefði sjálfur tapað afskaplega á hlutabréfakaupum. Kannski var hann bara að biðja Björk um að hugsa frekar um sig- en náttúruna!

María Kristjánsdóttir, 19.7.2008 kl. 16:47

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Kannski ætti að halda svona "Styðjum Bubba"-tónleika?

Elías Halldór Ágústsson, 21.7.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband