Niðurlæging Skagamanna - verður Guðjón rekinn?

Guðjón Þórðarson Skagaliðið er heillum horfið og tapar enn einum leiknum - tapa nú stórt fyrir Blikum í Kópavogi. Þvílík niðurlæging! Góð ráð eru orðin dýr fyrir Skagamenn og liðið horfist í augu við fall úr úrvalsdeildinni, snúist gæfan þeim ekki í vil mjög bráðlega. Hlýtur að vera dimmt yfir Skaganum á þessu sumarkvöldi - vonir þeirra á að halda deildarsætinu minnka enn.

Eftir tólf umferðir hefur Skaginn aðeins sjö stig og er á botnslóðum og hefur gert vikum saman - liðið hefur unnið aðeins einn leik í sumar, gert fjögur jafntefli og lotið í gras sjö sinnum. Eðlilega er spurt um stöðu Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara Skagamanna, í þessari stöðu. Þetta er versta sumarið á hans þjálfaraferli og ekkert virðist ganga upp.

Þegar er einn þjálfari fokinn á þessu sumri. Guðjón virðist vera í sömu vandræðum og félagi hans af Skaganum, Teitur Þórðarson, í fyrra en hann var látinn fara frá KR við svipaðar aðstæður og blasa nú við Skagamönnum.

mbl.is Blikar kafsigldu Skagamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Stefán minn þú veist sem er að Guðjón er í guðatölu hjá Akureyringum eftir að hann leiddi okkur til sigurs 1989 og verður það um ókomna tíð.

Auðvitað vonum við að hann nái að rétta við gulu skútuna á skaganum,  bara af því að þetta er Guðjón. Nú ef ekki þá vantar KA að komast upp um svona eins og eina deild.

S. Lúther Gestsson, 21.7.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband