Má ekki Bubbi hafa skoðanir á Björk?

BubbiFurðulegt er að fylgjast með umræðunni um ummæli Bubba Morthens um Björk. Sumir skrifa og tala eins og Bubbi megi ekki hafa skoðanir á henni, eins og hún sé alveg heilög. Auðvitað er bara jákvætt og gott að Bubbi tali þegar hann hafi skoðanir, sama hvort við séum svo öll sammála því sem hann segir. Það er allt annar hlutur í sjálfu sér. Við þurfum heldur ekkert að vera sammála honum, en eigum að virða það við hann að tjá sig.

Veit ekki hvort Bubbi er ósáttur við Björk eða var að dissa hana létt eða harkalega. Skiptir svosem ekki öllu máli. Fylgdarlið Bjarkar á tónleikaferðalagi hennar virðist ekki ánægð með að Bubbi vísi til Bjarkar og finni að því hún syngi frekar gegn stóriðju en fyrir bættum hag almennings, tali upp fátæka fólkið. Lætur harkaleg ummæli falla, sem gerir þá ekkert meira fólk en Bubba, hafi það annars átt að vera tilgangurinn að upphefja sig með því að tala niður Bubba.

Kannski er ráð að þau snúi bökum saman og taki lagið. Hafa þau annars nokkurn tímann tekið dúett eða gert einhverja tónlist saman. Hvernig væri nú það að þau tækju friðaróð saman og gæfu út - allt í nafni ástar og friðar, líka alþýðunnar.


mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta snýst ekkert um Björk heldur fólk sem er að leggja sitt að mörkum við að gera eitthvað gott og fá bara alltof mikið skitkast í staðinn. 

Meina þetta var gott framtak.  Afhverju segir fólk ekki bara takk og ef það fílar ekki að berjast fyrir nátturuna, bara lætur þetta eiga sig.  F'aranlegt. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.7.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitðað meigum við öll hafa okkar skoðanir/Bubbi á Björk og svo lika þú á Forseta vorum!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.7.2008 kl. 17:16

3 identicon

Bubbi hefur frelsi til að hafa skoðun á Björk. Aðrir hafa frelsi til að hafa skoðun á skoðun Bubba á Björk. Enn aðrir hafa svo skoðun á skoðun þeirra sem hafa skoðun á skoðun Bubba á Björk. Þetta heitir í minni sveit skoðanafrelsi og er ekki vitund furðulegt fyrirbæri. Þess vegna skil ég ekki fyrirsögnina á pistlinum.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 17:17

4 identicon

Heldur þú að írafárið í kringum Bubba snúist um málfrelsi? Bubbi kemur fram með skoðun og fólk er að bregðast við þessari skoðun hans?  Er virkilega eitthvað að því?

Heldur þú virkilega að einhver vill banna Bubba að hafa skoðanir? ? ? 

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 17:54

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Það er mjög misjafnt hvernig skrifað er um ummæli Bubba. Sumir fara yfir strikið í orðavali og það er ég að gagnrýna fyrst og fremst. Heiðarleg umræða um Björk er alveg í lagi, rétt eins og um Bubba sjálfan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.7.2008 kl. 18:05

6 identicon

Alveg makalaust hvernig svona djöfulsins tittlingaskítur skuli vaða uppi.  Þetta er mjög einfalt.  Björk má syngja um það sem hún vill syngja um og Bubbi má gera það einnig.  Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:27

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Hrikalega er ég sammála H.T.Bjarnason.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Mig langar að leggja orð í belg...Þannig er að ég held að listin sé sjálfstæð. Þeir sem fremja list sem er sjálfstæð, geta hinsvegar haft mjög ósjálfstæðar skoðanir. Verið sem sagt góðir listamenn, en samt háðir þeim sem ala þá, þau.

Þau Bubbi og Björk eru bæði listamenn, Bubbi þjóðlegur, Björk frekar alþjóðleg.

Mér líka þau bæði. Hvort á sinn hátt. Sem listamenn. En í pólitík á ég ekki samleið með hvorugu þeirra..!!

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 21.7.2008 kl. 21:10

9 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Taka dúett saman væri frábært...!!!!!

finna tíma....

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 21.7.2008 kl. 21:12

10 identicon

Bubbi góður !

Björk í  " tómu tjóni " .

Ruglar bara kellan í útlöndum.

Guð hjálpi henni , en trú Bubba er meira virði , að mínu mati .

Kv.Kristín .

Kristín (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:01

11 identicon

held að margir séu bara búnnir að fá alveg upp í kok af bubba.. hann treður sér allstaðar, það má ekki skjóta á hann .. hann telur sig vera eitthvað / eiga eitthvað inni. og meina horfa á hann í idol...  *hrollur*

Benedikt Sveinsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband