Fyrirsjáanleg hagræðing hjá Spron

Spron og Kaupþing Ekki koma fjöldauppsagnirnar í Spron að óvörum í kjölfar sameiningarinnar við Kaupþing. Þessu hafði ég spáð í bloggfærslu hér er sameiningin varð opinber 1. júlí sl. og nefndi reyndar töluna 200, sem virðist ætla að verða raunin. Þó dapurlegar fregnir séu mátti búast við að þetta myndi gerast.

Væntanlega er uppstokkun mála hjá Spron aðeins fyrsti hlutinn af fyrirsjáanlegri hagræðingu á fjármálamarkaði almennt í þeirri stöðu sem við blasir nú og eiginlega enn meira spennandi að fylgjast með atburðarásinni í kjölfarið. Hvaða hagræðing er næst á dagskrá?

mbl.is Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband