Ábyrgðarleysi foreldra

Ekki er hægt annað en spyrja hvað sé að foreldrum sem taki nokkurra mánaða gamalt barnið sitt með sér í hasssöluferð. Ábyrgðarleysið er algjört. Hvar er annars ábyrgðarkenndin hjá fullorðnu fólki sem tekur slíkar ákvarðanir? Aðstæður hljóta að þurfa að vera mjög undarlegar til að fólk, viti borið allavega, gerir annað eins.

Reglulega heyrast sögur um að foreldrar reddi ólögráða börnum sínum áfengi og sígarettur áður en þau ná löglegum aldri til að kaupa það og ráða sér sjálf en mér finnst það hálfu verra þegar að foreldrar bregðast skyldu sinni í að ala upp börnin sín frá upphafi og fari í slíka hasssölutúra með kornabarn með sér.

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og það er ekki til að auka trúverðugleika foreldra þegar að svona nokkuð klúður gerist og allt undir eftirliti foreldranna.

mbl.is Tóku barn með í hasssöluferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki Börnin með í vinnuna dagurinn í gær? Ég hélt að það væri nýmóðins..

Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband