Frábært framtak - grasið á að vera á torginu

Grænt Ráðhústorg
Ég er mjög ánægður með framtak þeirra sem þökulögðu Ráðhústorgið hér á Akureyri í nótt. Að mínu mati eiga bæjaryfirvöld að leyfa þökunum og blómunum að vera á miðju torginu, allavega fram eftir sumri. Síðan eiga þau að taka þá pólitísku ákvörðun að breyta Ráðhústorgi aftur og hafa grænt svæði þar, eins og var lengi vel. Þetta á ekki að vera flókið mál.

Í bernskuminningu minni, þegar Hanna amma og Anton afi bjuggu í Brekkugötu 9, var Ráðhústorgið notalegur staður þar sem var líf og fjör. Eftir að svæðið var allt hellulagt dó þessi stemmning algjörlega. Eru orðin mörg ár síðan staldrað var við á Ráðhústorgi og notið þess að vera þar. Kannski hefur myndasýningin þar gefið manni tækifæri til þess, annað ekki.

Grámygla steinsteypunnar hefur alla tíð verið lítið spennandi þar og ég tel að eyðilegging torgsins sé ein ástæða þess hvernig komið sé fyrir miðbænum. Þeir sem stóðu að þessu hafa fært bæjaryfirvöldum gott tækifæri til að taka af skarið og staðfesta að þarna eigi að vera grænt svæði.

Ég skora á Sigrúnu Björk að sýna myndugskap og trausta pólitíska forystu og beita sér fyrir því að Ráðhústorgið verði fært til fyrri tíðar, þegar þar var notalegt að vera lengur en eina mínútu.


mbl.is Ráðhústorgið þökulagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki betra að setja þarna upp stóran og fallegan gosbrunn?

Jón Bóndi (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það á bara að hafa torgið eins og það var í gamla daga. Þegar ég fór í bæinn áðan var fólk þarna, sumir lágu í grasinu með ís og að lesa blöð og fólk að tala saman. Steindautt svæði hefur lifnað við. Bæjaryfirvöld opna vonandi augun núna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.7.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sæll´...   Ég hef aldrei verið sáttur við torgið eins og það er í dag. Það er aftur mikill misskilningur að það hafi verið vistvænt og fallegt eins og það var..

Grænn hringur innst...girðing...breið grá gangstétt.... bílastæði hringinn alltaf full af bílum og svo stanslaus umferð allt um kring... og mengun eftir því.

Þessi þökulagning eins og hún er núna er margfallt fallegri en torgið var nokkurntíman í gamla daga..... láttu mig vita það ég vann í miðbænum frá 1971 og þarna var fátt sem gladdi augað.... því miður

en minningin er góð þegar menn leggja sig fram um að gleyma breiðu gangstéttinni... bílastæðunum og ljótu malbikinu að götunum allt um kring.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.7.2008 kl. 21:48

4 identicon

Þetta er gott framtak og verður vonandi til þess að torgið verður lagaða endanlega. Þó ég treysti ekki þeim fáráðum sem stjórna bænum í augnablikinu til þess

Fíllinn (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband