Ólafur F. sparkar í Ólöfu Guðnýju

Ólafur F. Magnússon Mér finnst brottrekstur Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur vera Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, til skammar. Illa er að ákvörðuninni staðið og afleitt að samstarfsmenn hans, þar á meðal meirihlutafulltrúar í ráðinu, heyri fyrst af brottrekstri hennar úr nefndinni í fjölmiðlum. Reyndar er stórmerkilegt að þessi kona hafi verið pólitískur aðstoðarmaður Ólafs F. þar til fyrir stuttu síðan. Væri ágætt að heyra hvað hefur eiginlega gerst á milli þeirra.

Ólafur F. virðist vera mjög laginn við að missa traust þeirra sem vinna með honum. Ekki aðeins tókst honum að missa þær sem sátu í öðru og þriðja sæti framboðslistans sem hann leiddi úr hópnum heldur hefur hann losað sig við pólitískan aðstoðarmann sinn, sem hann valdi sjálfur, á fyrstu mánuðum borgarstjóraferils síns. Stórar spurningar um pólitískt bakland borgarstjórans í Reykjavík og styrk hans hljóta að vakna í kjölfarið.

Mér finnst svona verklag ekki til sóma fyrir borgarstjórann. Varla er þetta stöðugleikamerki, hvorki fyrir hann, né meirihlutann sem situr við völd. En hvað segir Ólöf Guðný? Forðum daga, í pólitískum ólgusjó, sagði hún að trúverðugleiki borgarstjórans væri hafinn yfir allan vafa. Hver er staðan með þann trúverðugleika nú?

mbl.is Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margar ákvarðanir þessa einræðissinnaða, ólánssama og vægast sagt óvinsæla borgarstjóra virðast vera ansi geðveikislegar. Svo dregur hann borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með sér niður á lágt plan.

Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:29

2 identicon

það voru nú sjallarnir sem drógu Ólaf á flot eftir að hafa grenjað sig aftur í meirihluta. Þar hæfir kjaftur skel

Fíllinn (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband