Þessi fallegi dagur....

Veðrið er alveg yndislegt í dag, of gott til að vera að skrifa mikið um pólitík og tengd mál. Allir ættu að fara út og njóta lífsins, fá sér ís og spjalla saman. Hér á Akureyri er gott tækifæri komið til að njóta góða veðursins með því að fara á Ráðhústorg, tylla sér á grasið, fá sér ís, spjalla saman og sleikja sólina.

Við eigum ekki alltof marga svona sæludaga á hverju ári og því tilvalið að nýta hann alveg í botn.

mbl.is 29 gráður og sólskin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Stefán Friðrik þetta er dásamlegt,gæti vart verið betra bæði hér  og þarna hjá þér/Fólkið sem er i dyrum utanlandsferðum hitur að öfunda okkur núna/En eg spyr ertu ekki ennþá búin að fara á KRUA SÍAM  sem sonur minn Har Har rekur,og smakka þar þennan fína tælenska mat/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.7.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Hehe - Já Haraldur það er rétt hjá þér að ég er að springa úr öfund.

Ég er hérna í Chicago, reyndar í 32 stiga hita og ógeðslegum raka sem gerir allt svo óþægilegt. En það er ekkert betra en þurrt, hlítt og gott íslenskt veður... Njótið þess á meðan það býðst.

Kv. Björn

Björn Magnús Stefánsson, 30.7.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Halli: Ég hef farið á Krua Siam og stefni á að gera það aftur fljótlega. Fínn matur þar og gott að vera. Flottur staður.

Björn: Takk fyrir það kærlega. Hef komið til Chicago í nákvæmlega svona veðri og þú lýsir þannig að ég skil þig mjög vel. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.7.2008 kl. 19:22

4 identicon

Sæll Stefán.

Ekki að það komi mér við en brennir fólk sig ekki sem sleikir sólina? Finnst líklegra að fólk sleiki sólskinið í góðu veðri, eða hvað?  Þetta með grasið á Ráðhústorginu er hins vegar góð hugmynd sem ætti að gera varanlega

kv. kikka

Kikka (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband