Ólafur F. er gjörsamlega að spila sig út

Ólafur F. Magnússon Ég er eiginlega algjörlega orðlaus eftir Kastljósviðtalið við Ólaf F í kvöld. Greinilegt að maðurinn er gjörsamlega að spila sig út. Þvílíkur performans! Hver ætli PR-ist fyrir karlgreyið? Annað hvort er sá maður í sumarfríi eða hreinlega ekki til í þessari hitabylgju sem er að þjaka landsmenn alla en þó helst meirihlutann í borginni sem er að verða eins og leikhópur í farsaleikriti sem enginn skilur upphafið eða endann á.

Hvers vegna gat borgarstjórinn ekki bara svarað einföldum og eðlilegum spurningum fjölmiðlamanna um lykilatriði? Við erum að tala um að hann sparkar út í ystu myrkur konu sem hann sjálfur valdi sem aðstoðarmann sinn og hafði inn á kontór hjá sér á hverjum degi. Við erum ekki að tala um einhverja konu úti í bæ. Ef Ólafur F. getur ekki svarað svona eðlilegum spurningum er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé kominn tími til að hann gerist læknir í fullu starfi úti í bæ aftur og láti borgarbúa lifa sínu lífi án hans á borgarstjórakontórnum.

Mér finnst saga þessa meirihluta verða æ vitlausari með hverjum deginum sem líður. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta út eins og fólk í sjálfsmorðssprengiför sem það hefur engin tök á að losna út úr. Er virkilega ekki hægt að binda endi á þennan fjárans farsa eða í það minnsta gera hann skiljanlegan fyrir pólitíska áhugamenn? Plús, það væri ágætt að þessi borgarstjóri færi að svara spurningum.

Fannst Ólafur F. reyndar gefa það í skyn að hann nyti ekki virðingar og væri illa komið fram við hann. Kannski væri ráð fyrir hann að fara að mæta með borgarstjórakeðjuna í viðtöl hér eftir og túlk við hliðina á sér sem talar íslensku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með Einari, ég skammaðist mín fyrir að vera frá sama landhorni og Helgi í kvöld. Nei , ég vil ekki heldur sjá hann í stúkunni. Hann er greinilega mjög mikið á móti borgarstjóra. Burt með Helga úr Kastljósi.

Björk (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Steini Bjarna

Helgi Seljan varð sjálfum sér til skammar í þessu viðtali.  Ólafur á heiður skilinn fyrir að halda ró sinni undir dónaskapnum í Helga sem greip ítrekað fram í fyrir viðmælanda sínum á ósvífinn hátt og góð ádrepan frá borgarstjóra í lok viðtals þar sem hann gerði stjórnandanum skiljanlegt hvernig hann hefði eyðilagt viðtalið.

Helgi var góður í Jónínuviðtalinu en þarna fór hann yfir strikið.  Ólafur sýndi það hinsvegar að hann er í góðu jafnvægi og lætur ekki svona fjölmiðlatitti fara neitt með sig.  Hvernig væri að fá gömlu góðu kurteisina aftur inn? Hún kostar ekkert og fellur aldrei úr gildi.

Steini Bjarna, 31.7.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Anna: Mjög góður punktur.

Aðrir: Helgi var bara að spyrja spurninga sem allir eru að spyrja sjálfa sig að. Eðlilegt að borgarstjóri svari þeim. Þegar hann svarar ekki lykilspurningum endar þetta svona. Held að hann ætti að fara að átta sig á því að hann er í starfi þar sem grunnmál er að svara spurningum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.7.2008 kl. 00:44

4 identicon

Mér gjörsamlega ofbauð framganga Helga fréttamanns. Hann sýndi borgarstjóra mikla óvirðingu. Fréttamaðurinn var ríkissjónvarpinu ekki til sóma. það er eitt að vera beinskeyttur í spurningum og annað að vera hreinlega dónalegur.

Margret Sig (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 01:13

5 Smámynd: Alexandra Briem

Augljóslega eru sjálfstæðismenn bara að drepa tímann þartil þeir fá stjórnvölin aftur, svo treysta þeir á að þeir geti komið nægu í verk til að vinna upp fylgistap fyrir næstu kosningar.

Það er líklega skásti leikurinn sem þeir eiga í stöðunni. Þurftu að bjóða Ólafi eitthvað bitastætt til að komast aftur í meirihluta, vilja ekki láta of mikið til sín taka núna, því þá fær F-listinn og Ólafur góðan hluta hróssins.

Aldrei að vita hvernig það fer, en það er mál manna að almenningur sé kominn með nóg af þessari borgarstjórnar hringavitleysu.

Persónulega er ég sjálfur held ég bara sæmilega sáttur við tilhugsunina um Hönnu Birnu sem borgarstjóra. 

Alexandra Briem, 31.7.2008 kl. 02:09

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Það hefði nú verið ágætt að Kastljós hefði farið rétt með staðreyndir í upphafi þar sem kynnt var að fulltrúa " Frjálslynda flokksins " hefði verið vikið á brott.

Hvar var Ólöf Guðný í þvi sambandi ?

Framkoma Helga Seljan sem fyrisrpyrjenda hlýtur hins vegar að kalla á endurskoðun faglega einkum og sér í lagi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.7.2008 kl. 02:23

7 identicon

já ég verð að vera þér ósammála Stefán þótt ég sé þér oft sammála. En Helgi Seljan er nú eitthvað að misskilja hlutverk sitt er ég hræddur um. Mér finnst Ólafur bara vera að standa sig ágætlega. Hann hefur haft mikið á móti sér í þessu embætti en er bara að koma sterkur út.

Það eru engar æviráðningar í pólitík og er þetta nú ekki stórmál varðandi smá mannabreytingar.

sandkassi (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 02:25

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og væntanlega margir aðrir gerðu, horfði ég á viðtal Helga Seljan við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra, í Kastljósinu í kvöld. Mér fannst Helgi Seljan sýna Ólafi F. alveg með eindæmum mikinn dónaskap og jaðraði við lítilsvirðingu, hann (Helgi) margsinnis greip fram í fyrir Ólafi þannig að honum gafst ekki færi á því að klára að svara spurningum þess fyrrnefnda, Helgi margítrekaði hluti sem honum fannst greinilega að skiptu miklu máli og voru honum hjartfólgin eins og t.d afstaða Ólafs til einhverra tveggja húsa þarna á því svæði sem listaháskólinn á að rísa.  Ef svona lagað er það sem á að einkenna Kastljósið í framtíðinni þá bíð ég nú ekki í framhaldið.  Menn munu nú hugsa sig um áður en þeir samþykkja að vera viðmælendur í Kastljósinu í framtíðinni, það eru ekki allir tilbúnir í svona "trakteringar".  Ekki hef ég nú verið Ólafs megin í pólitík en mér finnst nú að hann hafi komið mun betur frá þessum þætti en Helgi Seljan og miðað við hvernig skrif margra eru um þetta mál mætti ætla að þáttastjórnendur séu álitnar einhverjar "æðri verur" sem geti leift sér allt og þurfi ekki að fara eftir almennum lágmarks kurteisisvenjum.

Jóhann Elíasson, 31.7.2008 kl. 08:18

9 identicon

Stefán, virðirðu líf þitt ekki meira en svo að þú myndir treysta þessu manni til að verða læknir þinn? Hreint út sagt því meir sem ég fylgist með íslenskum stjórnmálum því oftar verður mér hugsað til Rómarborgar til forna. Það setur að mér hryggð og depurð.

Hörður Torfason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 08:28

10 identicon

Horfði á Kastljósviðtalið við Ólaf borgarstjóra og um málflutning hans þar vildi ég aðeins sagt hafa: Það er erfitt og í raun óviðeigandi að hafa pólitískar skoðanir á mannlegum harmleik.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 08:56

11 Smámynd: Bumba

Stefán frændi minn, ég segi eins og kerlingin, ég forstaar ekki skilningin. Hvað er eiginlega að gerast? Ég hélt að þessi stúlka hún Ólöf væri svo tilvalin í þetta starf. En öllu má nú nafn gefa svo sem. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.7.2008 kl. 09:18

12 identicon

Helgi Seljan var mjög dónalegur.

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:46

13 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Kastljós RÚV er ekki fréttaskýringaþáttur eins og áður var.

Undir stjórn Þórhalls Gunnarssonar er hann skilgreindur svona:

"Kastljós er dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem hæst ber á líðandi stundu: Menningu, listir, íþróttir, stjórnmál og allt sem nöfnum tjáir að nefna í dagsins önn. "

Þessa dagana skiptist þátturinn gjarnan í þrennt. Fyrst tilraun til að etja mönnum saman, síðan eitthvert létt spjall og að lokum tónlistaratriði.

Í gær átti að taka borgarstjóra á beinið. Spyrillinn, Helgi Seljan, stóð sig mjög illa. Hann minnti mun meira á Bill O'Reilly en David Frost.

"Það er ég sem stjórna hér" var smiðshöggið á axarskaftasmíð Helga.

Nokkur augnablik sýndi Helgi góða frammistöðu, en það var þegar hann spurði hvort samstarfsaðilar Ólafs í meirihlutanum hafi vitað af þessum hrókeringum.

Að því frátöldu þá er greining mín á þættinum sú að Ólafur F hafi sýnt að yfirgangssamir fjölmiðlaguttar geta ekki komið honum úr jafnvægi þrátt fyrir dónalega framkomu og þrasgirni.

Sigurður Ingi Jónsson, 31.7.2008 kl. 12:36

14 identicon

Ólafur F. hefur eiginlega bara átt afleiki í borgarstjórastólnum. Í máli Listaháskólans hafði hann tækifæri á að skora vel með því að leiða það mál farsællega til lykta, eins og hann og Hanna Birna, eru svo viss umn að þeim muni takast að gera. Í staðinn fyrir að gera það þá rekur hann fulltrúa sinn í skipulagsráði, af því er virðist fyrir að vilja taka faglega afstöðu til málsins og dregur þar með athygli allra að einræðistilburðum og einstrengishætti , sem hann hefur oft verið vændur um. Í Kastljósviðtalinu fellur hann síðan í þá gryfja að gera tilraun til að taka stjórnina af Helga Seljan með því að svara ekki spurningum og hefja einræðu um hvað búið sé að vinna frábært starf á þeim tíma sem hann hefru verið borgarstjóri. Helgi bregst vissuelga harkalega við og gengur hart fram gegn borgarstjóra sem sífellt færðsit undan að gefa skýr svör við af hverju hann hafði rekið Ólöfu Guðnýu. Í lokinn sést hann síðan strunsa út úr settinu og gefur með því orðrómi um að þar fari meður sem ekki sé í jafnvægi, byr undir báða vængi. Einn stór afleikurinn enn í stöðu sem hefði geta gagnast honum vel ef dómgreind hefði verið eðlileg.

Kiddi (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:39

15 identicon

Sælir allir hérna. Ég skil reyndar ekki orrahríðina sem Helgi fær hér yfir sig. Hvað gerði hann annað en að vinna vinnuna sína og hann átti allan rétt á því að vera aðgangsharður. Ég hef horft á viðtalið núna tvisvar og ég fæ ekki séð að hann hafi verið ókurteis. Af hverju má ekki tala íslensku við stjórnmálamenn og krefja þá um svör þegar þeir hafa leikið af sér og virðast hreint og beint vera með einhverju óráði. Við eigum rétt á að heyra þessi svör og það var það sem Helgi var að reyna að fá fram. Ef Ólafur þolir ekki fjölmiðla er hann svo sannarlega ekki í réttu starfi. 

Annað er svo með þessar byggingar. Af hverju þurfa Íslendingar þegar þeir ætla að byggja eitthvað voða fínt hús að byggja það ofan á önnur eða ofan í tjörn. Þetta Listaskólahús passar ekki þarna. Ég er reyndar alveg sammála Ólafi að af hverju er húsið ekki sett á Hverfisgötuna sem er að eyðast upp af ljótleika. Hvað er svo með nýju Háskólabygginguna , af hverju var henni valin staður ofan í Nauthólsvík að sjálfsögðu ofan á Kaffi Nauthól. Er ekki Öskjuhlíð friðuð og hvernig verður umferðin á Bústaðavegi svo , sem er nú þegar blokkeruð hvern einasta dag. Skipulagsmál eru í rugli, sama hvaða flokkur er.

Margrét Auður (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:00

16 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Var að horfa á þetta umrædda viðtal fyrst ég missti af Kastljósinu í gærkvöldi. Ég hef svo sem tekið eftir því áður, fyrst þegar rætt var við Vilhjálm hér fyrir nokkrum mánuðum síðan, hvað Kastljós stjórnendur hafa verið duglegir að grípa fram í og hafa jújú alveg verið dónalegir gagnvart gestinum.

Hinsvegar fannst mér Ólafur nú ekkert vera að svara neinu, bara leika sér í kringum spurningarnar og alltaf að hamra á "að láta verkin tala" og þennan málefnasamning.

Ég var sáttur með fyrstu meirihlutabreytinguna enda hafði Vilhjálmur gjörsamlega eyðilagt ferillinn sinn og dregið flokkinn sinn niður. Svo þegar þeir komu með endurkomu og létu þennan mann sem borgarstjóra var með gjörsamlega nóg boðið.

Hvað varðar Listaháskólan þá finnst mér þetta fínt hús og það ætti alveg að planta því þarna á reitnum. Jú okay það eru tvö gömul hús þarna og það ætti alveg að ræða málin og finna lausn á hvað skal gera við þau en annars er bara strippstaður og kynlífsvöruverslun í sama húsnæði. Reyndar held ég að það séu íbúðir þarna líka. Þetta er fínt hús og gefur laugaveginum góða adrenalínsprautu. Er alveg til að bjarga götumyndinni á laugaveginum en mér sýnist nú hluti af honum vera orðin 20. aldargötumynd nú þegar. Hví má ekki kynslóðin okkar ekki setja svip sinn á borgina?

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 31.7.2008 kl. 13:39

17 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mikið er ég nú sammála þér í þetta sinn Stefán. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks lætur þennan eina mann draga sig á asnaeyrunum út um allar trissur. Hvað veldur? Menn eru greinilega tilbúnir í að fórna öllu, já öllu án þess að hugsa út í afleiðingarnar bara meðan beðið er eftir því að fá stólinn í eitt ár. Já miklar eru raunir mannanna, ekki satt?

Páll Jóhannesson, 31.7.2008 kl. 14:32

18 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég horfði á Kastljósið í gærkveldi og fann þá fyrir þeirri tilfinningu að ég vorkenndi núverandi borgarstjóra, Ólafi Magnússyni. Hvernig borgarstjórinn gat ekki hamið sig og neitaði að svara sjálfsögðum spurningum fréttamanns og strunsaði að því loknu út úr hljóðverinu segir sína sögu...

Fyrr um daginn hlustaði ég á Útvarpi Sögu 99,4 á Sverri ,sagðan Stormsker tala við Guðna Ásgeirsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra..En vegna þess að Sverrir vildi fá ákveðin svör frá Guðna þá strunsaði Guðni í miðjum útvarpsþættinum í burt-hann treysti sér ekki til að svara fyrir fyrri verk sín...30 júlí 2008 er því að mínu mati minnisverður dagur.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.7.2008 kl. 15:35

19 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Helgi stóð sig vel.  Hann spurði einfaldra spurninga sem Ólafur neitaði að svara.  Spurninga sem við eigum rétt á að fá að vita.  Óþolandi að borgarstjórinn haldi að hann geti haga sér svona og þurfi svo ekki að svara fyrir það.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.7.2008 kl. 16:15

20 identicon

Helgi Seljan stóð sig virkilega vel í Kastljósi gærkvöldsins. Það er ekki á hvers manns færi að taka viðtal við geðsjúkan mann sem svarar út í hött. Borgarstjórafulltrúar Sjálfstæðisflokksins hljóta að hafa roðnað ofan í tær af skömm.

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:16

21 identicon

Ég horfði á viðtalið í gær, ég tel að Ólafur hafi fengið það sem hann verðskuldaði og sem borgari í þessu landi þá tel ég að Helgi hafi gert vel í því að kreista kjörinn fulltrúa (ca. 6000 atkv.) til að opinbera sína stefnu og ástæður þess að ákvarðanir voru teknar. Ég hef ekkert álit á Ólafi og tel að sjallarnir hafi tekið niður fyrir sig þegar þeir tóku saman við hann. Það er fráleitt að mæta í sjónvarpið og ætlast til þess að fá e-ð drotningar trít. Hann ætti að draga lærdóm af þessu - Mæta undirbúinn og hafa ekkert að fela !!!

Ó hvað ég er feginn að vera fluttur úr borginni - þetta skrípi er ekki minn fulltrúi lengur...

Hjalti (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:02

22 identicon

Helgi stóð sig bara mjög vel að mínu mati.

Friðrik Ásmundsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 17:13

23 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Helgi var allt of gjarn að grípa fram í, annars á hann alveg vera aðgangsharður þegar kemur að starfsmönnum í opinberum embættum, þeir eru nú einu sinni þarna í okkar þágu.

Þetta viðtal var samt bjánalegt...

Garðar Valur Hallfreðsson, 31.7.2008 kl. 17:27

24 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég get hreinlega ekki verið sammála þér Stefán í þessu máli.  Mér þótti stjórnandi þáttarins fara algjöru offari í viðtalinu og reyndar þótti mér Ólafur F. koma með athugasemd í  þáttinn sem var löngu tímabær sérstaklega þegar þessi tiltekni stjórnandi er við völd.  Hann var ekki eingöngu dónalegur heldur sýndi hann afspyrnu lélega fréttamennsku.  Því eitt er að vera ákveðinn fréttamaður með fastar/beittar spurningar eða vera dónalegur við viðmælendur sína með því að grípa stöðugt frammí.  Þennan hátt hefur þessi stjórnandi haft all oft sérstaklega þegar pólitískir gestir eru í þættinum, hugsanlega kann það að skýrast af þeirri pólitísku sín sem stjórnandinn hefur sjálfur, án þess þó að ég vilji fullyrða nokkuð um það.

Ég skrifaði færslu um þetta mál og hana má sjá hér.

Óttarr Makuch, 31.7.2008 kl. 18:17

25 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er greinilega misjafnt hvernig fólk leggur mat á vel unnin störf.  Að mínu mati þá er sá spyrill sem gefur ekki viðmælendum sínum kost á því að svara spurningum ekki góður spyrill.  Það væri annað ef viðmælandinn svaraði engu en svo var ekki reyndin í gær.

Ég er hinsvegar ekki sammála þér að sá sem gefur kost á sér í opinbert embætti eigi að láta dónaskap og vanvirðingu yfir sig ganga.  Hinsvegar er ég sammála þér að fólk í opinberum embættum eiga klárlega að svara þeim spurningum sem fyrir það er lagt og er síður en svo ekki hafið yfir gagnrýni.

Óttarr Makuch, 31.7.2008 kl. 19:02

26 identicon

Ólafur er mjög veiklulegur stjórnmálamaður og ekki bógur til mikilla verka. Skömm sjálfstæðismanna fyrir að treysta honum til borgarstjórastarfa verður lengi í minnum haft. Þetta á aðeins eftir að versna fyrir þeim.

Hitt er svo annað að Helgi var full dónalegur við Ólaf og kynti undir hann með hroka sínum. Helgi og Stebbi eru náfrændur svo ég skil vel að hann verji hann. Þeir frændur eru þó ansi líkir í skapi held ég.

Magnús (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:06

27 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hanna getur asni lítið gert með ólaf meðan óskar/dagur/svandis kjósa að vera læst inni í klefa.
Kanski hefur Ármann Jakobsson eitthvað til síns máls - hann er a.m.k búinn að opna á ákveðin möguleika -

Óðinn Þórisson, 31.7.2008 kl. 20:59

28 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég get klárlega tekið undir brekkusöngvarann, hann ætti að leggja annað fyrir sig en að syngja.  Við erum þá allavega sammála um það Hlynur

Óttarr Makuch, 31.7.2008 kl. 21:02

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Helgi Seljan ætti nú að vinna við eitthvað annað. "Forvitniskastljósið" er byggt á orðaleikjum og bulli sem er ekki sæmandi að hafa í sjónvarpi. Ólafur Borgarstjóri sem ég hef reyndar aldrei haft neina sérstaka tru á áður, kemur út þarna sem ótrúlega þolinmóður maður gagnvart sjónvarpsspyrli sem veit hvorki út eða inn.

Fréttamenn yfirleitt halda að þeir getir spurt "já og nei" spurningar hvenær sem þeim sýnist. Þvílíkt viðtal. Tek hattinn ofan fyrir Ólafi Borgarstjóra.

Leiðinlegt þegar spyrill breytir sér í trúð, til að þjóna forvitnisspurningum sem engum kemur við...enn hvað er ekki gert til að svala þorsta "forvitnisbullanna" sem leika lausum hala og hafa mikil áhrif á fréttaval fjölmiðla.

Kastljós þarf að skipta um ákveðin mannskap...af allt öðrum ástæðum enn vegna þessa viðtals. Það ættu allir að vita..

Óskar Arnórsson, 1.8.2008 kl. 07:44

30 identicon

Mér þykir Kastljós vera svona frekar illa hannaður þáttur. Þetta eru eiginlega ekki fréttamenn, heldur svona einhverjir menningarvitar sem velja sér málefni með frekar handahófskenndum hætti.

Hvað menningarhluta þáttarins varðar, jú gítarspilandi og syngjandi áttræðar tvíburasystur ofan af Skaga,  Didda Pönk, nú og allt sem vekur undrun fólks virðist vera sértaklega á áhugasviði þáttastjórnenda. Þetta minnir stundum á þá tegund af sirkus sem bönnuð var með öllu á sínum tíma. Þá var það tröllið, minnsta kona í heimi, og ófreskjan. Ekki beint my cup of tee.

Ég held að Ólafur F. Magnússon ætti bara að taka aðferð Davíðs Oddsonar á fréttamenn í bili og láta þá væla út viðtölin. Þá eru þeir orðnir þægir og fínir þegar hann loksins mætir. Hann þarf ekkert að fara í fleiri viðtöl í bili, bara að einbeita sér að vinnu sinni sem hann er að skila af sér með prýði.

Það er búið að koma illa fram við þennan mann, gera grín að honum fyrir andleg veikindi, það er ljótt, og sendir það öllum þeim fjölda fólks sem glímir við andleg veikindi miður falleg skilaboð.

Ólafur Borgarstjóri er hetja.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:24

31 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Bíddu afhverju eiga þeir að sýna stjórnmálamönnum meiri virðingu en öðrum?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 1.8.2008 kl. 17:08

32 identicon

það á bara að sýna fólki almennt virðingu. Mér persónulega hefði fundist athyglisvert að fá skýr svör frá Ólafi. En hann fékk ekki tækifæri til þess að svara.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 19:34

33 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Ég styð Helga Seljan. Hann er ákveðinn og góður spyrill. Krefur svara og gefur ekkert eftir. Þessi borgarstjóri er auðvitað ekki með öllu mjalla.

Það er ekkert lýðræði í því að einhver siðblindur pólítikus með nokkur hundruð atkvæði á bak við sig geti haldið borginni í gíslingu með stuðningi nokkurra valdagráðugra spjátrunga. Ég sé engan stóran mun á Ólafi F og Árna J. 

Báðir eru þetta siðblindir pólitíkusar sem sitja í valdastöðu á vafasömum forsendum.

Báðir ættu að hafa vit á því að taka pokana sína og finna sér störf við hæfi.

Kjartan Sæmundsson, 1.8.2008 kl. 23:37

34 identicon

ja, tölum um lýðræði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög afgerandi umboð til þess að fara með stjórnartaumana í borginni í síðustu kosningum.

Það er ekki mjög lýðræðislegt að vilja ekki kannast við það.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 00:17

35 identicon

Hvað er að því að stjórnmálamenn svari fyrir sig. Hér á landi virðist það vera einhver lenska að stjórnmálamenn fái að nota fjölmiðla til að auglýsa sig í stað þess að svara fyrir sig. Helgi spurði, Ólafur svaraði ekki og Helgi spurði aftur hvað er að því. Ég hef marg oft horft á viðtöl við stjórnmálamenn þar sem þeir komast upp með hvað sem er, snúa út úr og svara ekki spurningum. Finnst alveg tímabært að einhver taki almennilega á þeim.

Adam (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 21:34

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helgi Seljan þrástagaðist á þeirri röngu fullyrðingu sinni að það væri einsdæmi að skipta út fólki í nefndum. Þegar Ólafur leiðrétti hann lét hann það sem vind um eyru þjóta og hagaði sér eins og vindhani.

Sigurður Þórðarson, 2.8.2008 kl. 22:11

37 identicon

Afspyrnu lélegur og leiðinlegur spyrill. Skipti hreinlega um stöð þegar hann birtist svo ég varð að kíkja á þennan þátt á netinu og hann stóð undir væntingum eða þannig.

Þórhildur (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband