Geir Haarde bítur á jaxlinn og bölvar í hljóði

Geir H. Haarde Greinilegt er að Geir Haarde, forsætisráðherra, er ekkert hoppandi sæll með úrskurð umhverfisráðherrans en hann virðist þó bölva í hljóði. Undrast yfirlýsingar hans að þetta stefni stjórnarsamstarfinu ekki í hættu. Er algjörlega ósammála því mati, enda finnst mér þetta þvert á móti veikja undirstöður þessarar ríkisstjórnar, sem ekki voru þó sterkar fyrir.

Yfirlýsingar ráðherra ríkisstjórnarinnar í tvær áttir, síðast með þessu stórundarlega útspili umhverfisráðherrans, veikir ríkisstjórnina augljóslega og fær marga til að efast um hvort rétt sé að styðja hana. Yfirlýsingar Kristjáns Þórs Júlíussonar, fyrsta þingmanns kjördæmisins, eru allavega traustar og góðar. Hvað mig varðar finnst mér ástæðum þess að ég ætti að bakka upp ráðherra hennar og þá sem standa að henni vera farið að fækka mjög.

Ef ekki er hægt að vinna traust og afgerandi að þessum málum sem skipta okkur mestu er eðlilegt að horfa annað. Ég er allavega ekki þannig gerður að sætta mig við svona þegjandi. Það má vel vera að Geir reyni að settla þetta með mildum yfirlýsingum en hann verður þá að taka á sig ólguna meðal sjálfstæðismanna í garð umhverfisráðherrans í stjórn hans.

Ráðherrann situr í skjóli Sjálfstæðisflokksins í þessu ráðuneyti og eðlilegt að þeir sem eru ósáttir við hennar verk tali hreint út. Reyndar skil ég ekki þennan úrskurð hennar nema sem tilraun til að stöðva álverið við Bakka. Af hverju tók hún ekki sömu afstöðu til álversins í Helguvík?

Ekki er hægt að túlka þetta öðruvísi en sem atlögu að fólki hér og framkvæmd sem skiptir svæðið mjög miklu máli. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að dekka þetta verklag fær hann að finna fyrir því hér líka.

mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Álverið í Helguvík er þvímiður komið mun lengra en á Bakka, og því of seint að senda það í umhverfismat; það hefði átt að vera verk síðustu ríkistjórnar. Þessi ríkistjórn leyfir sér hinsvegar að vinna faglegar, og því verður unnið heildstætt umhverfismat. Það er bara rugl að segja að þetta sé atlaga að fólkinu fyrir norðan þar sem það er alveg úr lausu lofti gripið að segja að þetta muni tefja framkvæmdir; þetta mál verður án efa sett í forgang í ráðuneytinu, og það átti hvort sem er að vinna alla þessa vinnu bara í mörgum pörtum en ekki sem eitt mat.

Mér finnst þið Sjálfstæðismenn fyrir norðan fara offari í þessu máli; ykkar sjónarmið um að umhverfismöt séu af hinu illa eru komin fram, leyfið núna Umhverfisráðherra að útskýra hvernig þetta eigi ekki að tefja framkvæmdir í stað þessa upphrópanna.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.8.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei maður bítur ekki á jaxlinn og bölvar i hljóði/þetta er alvarlegra en það,bara að láta óánægju syna i ljós og það gerir Halli gamli/

Haraldur Haraldsson, 1.8.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Stefán viltu ekki kanna samráð flokkanna í stjórnarsáttmála þeirra.Þar var ákveðið að unnið skyldi heildstætt að umhverfismálum og það er umhvefismálaráðhr.einmitt að gera nú.Það eina sem hægt er deila á ráðherrann í þessum efnum að hafa ekki gert þetta fyrr.Hér er um enga stefnubreytingu að ræða,heldur  betri skilgreiningu á heildstæðri útsetningu verksins.Það er sannarlega kominn tími til fyrir ríkisstjórnina að eiga vitræna samleið í þessum virkjunarmálum almennt.

Kristján Pétursson, 1.8.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Nei, það er kominn tími til að Geir Hilmar Haarde og mínir menn hætti að bölva í hljóði og segi hvað um er að vera. Það stefnir í mjög harða lendingu og það eina, sem getur mýkt lendinguna eru "massívar" virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir.

Við horfum upp á 10-15% atvinnuleysi næsta vetur þegar byggingarbransinn stöðvast og öll verslun honum tengd.

Hvað eru mínir menn að hugsa - aðgerðarleysið vekur mér ugg!

Mér er sama þó kommarnir í Samfylkingunni og VG hafi ekki áttað sig á að allt er að stöðvast og 200-300 manns eru að missa vinnuna á degi hverjum, en hvað ætla okkar menn að gera - bíða?

Þetta vinstri lið er fólk, sem hefur aldrei áttað sig á samhenginu á milli verðmætasköpunar og almennrar velmegunar, sem skiptist á milli neyslu og samneyslu; þarf sennilega á "Schnellkurs" að halda.

Það þarf að fiska og hala inn til að geta eytt - alinn upp af skipstjóra veit ég að þetta er heilagur sannleikur - hvort sem það er í innflutta vöru að ræða, vöru framleidda hér landi eða sparnað.

Gömlu kratarnir og framsóknarmenn skildu þetta, en Þórunn og krakkarnir í "Saving Iceland" - að ekki sé minnst á blessaða fáráðlingana í VG - fatta þetta einfaldlega ekki, enda er þetta draumórafólk alið upp á tímum landföðurins Davíðs Oddssonar og hans góðæris. Þessir krakkar í VG þurfa kannski á harðri lendingu að halda til að ná sönsum, en ég þarf alls ekki á slíku að halda - á nokkrar slíkar að baki mér.

Ég nenni ekki að bíða lengur eftir aðgerðum, það er alveg á hreinu!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.8.2008 kl. 22:47

5 identicon

Sem sagt, ef ekki er gert eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill þá er allt ómögulegt. Sem betur fer eru Sjálfstæðismenn ekki í stjórnarsamstarfi við flokk sem játti öllu sem Sjálfstæðismenn fóru fram á. Sjálfstæðisflokkurinn er vanur því að hann fái að ráð og gera það sem honum sýnist. Það eru tveir flokkar í ríkisstjórn, ekki einn flokkur með hækju. Sjálfstæðismenn verða bara sætta sig við það að þeir ráða ekki einir eins og þegar þeir voru með Framsókn. Þeir sjálfsagt sagna þeirra dýrðardaga, þegar þeir voru í samstarfi með flokk sem sagði já og amen við öllu bara til að halda stólunum. Sjálfstæðismenn gátu óhindrað fært auðmönnum á silfurfati bæði skattalækkanir og aðrar dúsur eins og kvótakerfið. Sættið ykkur bara við það að Samfylkingin lætur ekki ráðskast með sig eins og hund í bandi, þó svo þið séuð vanir slíku.

Valsól (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Sjálfstæðisflokkurinn mun sennilega uppskera fylgishrun í næstu kosningum við það andvaraleysi og kjarkleysi sem nú einkennir forystu í ríkisstjórn, þar sem sýndarmennskustjórnvaldsaðgerðir eins og umhverfisráðherra ber á borð nú, er eitthvað sem menn undirganga á tímum einna mestu efnahagsþrenginga sem um getur hér á landi.

veldur hver á heldur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.8.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband