Gjaldþrotahrinan á fullu - erfiðir tímar framundan

Fréttin af gjaldþroti rekstrarfélags verslana Hans Petersen eru sannarlega stórfréttir, en koma svosem varla að óvörum í því tíðarfari sem blasir við. Síðustu mánuði hefur blasað við að seinni hluti sumarsins og haustið yrði erfitt fyrir fjölda fólks og mörg fyrirtæki eru farin að taka dýfuna nú þegar. Horfir sannarlega ekki vel á markaðnum fyrir fjölda aðila og stefnir í hrinu gjaldþrota á næstunni.

Þessi staða vekur spurningar um hversu erfið staðan verði í vetur. Hverjir munu standa sterkast að vígi í þeirri baráttu sem verður hjá mörgum fyrirtækjum. Auglýsingamarkaðurinn virðist vera farinn að hökta allsvakalega. Við finnum öll orðið vel hvað þeir hafa styst. Áhugavert verður að sjá hvernig gengur í vetur í þeim bransa.

Finnst reyndar mest áhugavert, þar sem ég fylgist vel með fjölmiðlum, hvernig gangi að reka þá í vetur þegar auglýsingatekjur minnka. Þegar er Ísland í dag á Stöð 2 orðið smáhorn á innan við tíu mínútum og eðlilegt að spáð sé í hvort það prógramm sé feigt.

Þetta verður kuldalegt haust fyrir einhverja, en kannski verður blóðrautt sólarlagið þegar sól lækkar á lofti á þessu síðsumri.

mbl.is HP Farsímalagerinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er sagt að gjaldþrot sé hreinsun á fyrirtækjum sem ekki er stjórnað rétt. Það kann að vera rétt. Hættan er sú að skuldug fyrirtæki dragi betur rekin fyrirtæki með sér vegna þess að vel reknu fyrirtækin fái ekki greitt fyrir þjónustu sína við þau ver reknu. Það er kallað Dómínóáhrif. Í litlu þjóðfélagi eins og okkar standa "kubbarnir" þétt. Skjótt skipast veður í lofti. Vonandi verður sólarlagið ekki blóðrautt.

Jón Sigurgeirsson , 2.8.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þensla undanfarandi ára er bara að skila sér,og það er sárt að horfa á samdráttinn,en vonandi að þetta jafni sig á. næstu árum/ Olíuverðið spilar þarna lika stórt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.8.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannarlega er ástandið uggvænlegt. Það er uggvænlegt fyrir fólkið í þessu auðuga og góða landi okkar sem stjórnvöld hafa litið á fremur sem umhverfi tækifæra fyrir fjárhættuspil fagmanna í kauphallaviðskiptum en samfélag mannlífs.

Heldur þú Stefán að það sé hugsanlegt að það sé ekki einboðið að markaðurinn sjái um sig án afskipta stjórnvalda ?

Það var boðskapurinn þegar bankarnir voru "seldir" og þá var þulin trúarjátning frjálshyggjunnar: "Auðvitað á ríkið ekki að vera að vasast í rekstri sem fagmenn markaðarins kunna betur!"

Ég leyfi mér að trúa því að þetta sé satt og þess vegna sé ástæðulaust að ríkið sé að taka einhver okurlán til að bjarga bönkunum.

En mikil óskapleg bylting var það fyrir húsnæðiskaupendur þegar bankarnir fóru að veita Íbúðalánasjóði verðuga samkeppni.

Ríkið á nefnilega ekki að vera að vasast í viðskiptum sem aðrir kunna betur eins og reynsla okkar sýnir.

En vel á minnst. Manst þú hvenær Samkeppnisstofnun tók fyrir kverkarnar á þessu fjandans samráði oliufélaganna sem var orðið aldeilis óþolandi?  

Árni Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 19:34

4 Smámynd: tatum

Ég spyr bara, hvar er siðferðið í þessu öllu?  Lokað vegna gjaldþrots, en verður opnað afur á nýrri kennitölu eftir helgi!

tatum, 2.8.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband