Morgan Freeman slasast alvarlega í bílslysi

Morgan Freeman Óskarsverðlaunaleikarinn Morgan Freeman slasaðist alvarlega í bílslysi í Mississippi í gær. Vonandi mun hann ná sér og eiga afturkvæmt í leikbransann mjög fljótlega. Freeman er einn þeirra bestu í bransanum og hefur á rúmum tveimur áratugum tryggt sér sess sem einn fremsti leikari sinnar kynslóðar og er heimsþekktur fyrir frábærar leikframmistöður.

Aðeins er um hálfur mánuður síðan ég sá nýjustu mynd hans, Batman-myndina The Dark Knight, í bíó, þar sem hann stóð sig mjög vel í hlutverki Lucius Fox, rétt eins og í Batman Begins. The Dark Knight er orðin ein sú vinsælasta í kvikmyndasögunni og slegið öll met sem hægt er að státa sig af og þegar komin á spjöld sögunnar á nokkrum vikum.

Ráðgert hafði verið að Freeman myndi leika Nelson Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku, í nýrri kvikmynd The Human Factor á næsta ári og var stutt í að tökur myndu hefjast á henni. Vonandi mun Freeman ná heilsu og geta tekið þátt í því verkefni, enda enginn betri í það verkefni að leika Mandela í mynd um litríka ævi hans.

Morgan Freeman hefur alltaf verið meðal minna uppáhaldsleikara. Stærstu leiksigrar hans í The Shawshank Redemption og Driving Miss Daisy verða lengi í minnum hafðir þó að uppáhalds leikframmistöður mínar með honum séu reyndar Rawlins í Glory og Somerset í Se7en.

Svo er túlkun hans á boxþjálfaranum í Million Dollar Baby fyrir nokkrum árum mjög eftirminnileg, en hann fékk loksins óskarinn fyrir hana, seint og um síðir. Hann hafði beðið of lengi eftir verðlaununum.

Annars eru allar myndir Freeman eftirminnilegar hver á sinn hátt, enda hefur Freeman góða framsögn og er jafnvígur á drama og kómík.

mbl.is Morgan Freeman alvarlega slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Einn af minum uppáhaldsleikurum ,vonum það besta!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.8.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband