Morgan Freeman á batavegi

Morgan Freeman Ánægjulegt er að heyra að óskarsverðlaunaleikarinn Morgan Freeman sé á batavegi og muni ná sér að fullu eftir bílslysið sem hann lenti í um helgina. Fyrstu fréttir gáfu til kynna að hann væri í lífshættu og ástandið væri ekki gott og sem betur fer reyndist það ekki rétt.

Staða Morgan Freeman sem eins vinsælasta núlifandi leikarans í Hollywood hefur reyndar komið mjög vel fram í kjölfar umferðarslyssins, enda flestir ritað um hann og leiktúlkanir hans af mikilli virðingu. Hef verið að skoða fréttavefina núna um miðnættið og sé undantekningarlítið vel skrifað um hann.

Held að þeir séu mjög fáir leikararnir í dag sem njóta meiri virðingar en Morgan Freeman. Sá reyndar fyrir nokkrum mánuðum vitnað í könnun þar sem Morgan Freeman er sá þeldökki leikari í dag sem nýtur mestrar virðingar og er mjög ofarlega á lista yfir bestu leikarana í Hollywood almennt.

Horfði í kvöld á kvikmyndina Glory með Freeman og Denzel Washington frá árinu 1989, bæði vegna þess að langt er um liðið síðan ég sá hana og ég vildi rifja hana upp aftur. Mæli eindregið með henni. Traust úrvalsmynd þar sem vinsælustu þeldökku leikarar síðustu áratuga; Freeman og Washington fara á kostum - Washington fékk óskarinn fyrir hana.

mbl.is Gerði að gamni sínu við björgunarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Morgan Freeman er einn af mínum uppáhaldsleikurum og ein uppáhaldsmyndin mín er The Shawshank Redemption sem er meistaraverk.

Sævar Einarsson, 5.8.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Kristín Eva Þórhallsdóttir

Fyrstu fréttir á mbl gáfu til kynna að hann væri í lífshættu, maður þurfti bara að fara á annan fréttavef t.d. í gegnum imdb.com og þá kom allt í ljós sem kemur fram í nýjustu fréttinni hjá mbl.

Þannig að í raun hefðu þeir getað skrifað þessa frétt bara strax og sleppt því að láta mann panika svona ;)  

Kristín Eva Þórhallsdóttir, 5.8.2008 kl. 07:26

3 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Ég fékk kipp fyrir hjartað þegar ég heyrði þetta líka og fagna því að hann sé á batavegi.

Það var samt gaman að sjá hann í myndinni Wanted leika vonda kallinn einu sinni til tilbreytinga. Það er ekki oft sem maður sér hann í því hlutverki.

Björn Magnús Stefánsson, 6.8.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband