Ólafur F. hafnaði Tjarnarkvartett - ósannur spuni

Ólafur F. og MargrétÉg sagði í bloggfærslu minni fyrr í dag að orðrómur um að Ólafur F. Magnússon vildi víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur væri ósannur og vitnaði í sögusagnir sem ég hafði heyrt. Enda hefði það verið kostulegt ef Ólafur F. hefði endað á að segja af sér og upphefja Margréti eftir allt sem á undan er gengið þegar hún vildi ekki styðja hann sem borgarstjóra.

En annars skiptir þetta uppgjör og spunamennska vinstrimannanna í minnihlutanum litlu sem engu máli. Þau munu ekki verða aðalleikarar í því sem tekur við. Nýr meirihluti er að fæðast án aðkomu þeirra og Tjarnarkvartettinn mun ekki endurfæðast við völd að nýju.

Hann gafst upp í janúarmánuði og vandséð hvernig eigi að vera hægt að endurnýja þau heit á þeim rústum sem þá urðu. Auk þess væri Ólafur F. Magnússon með afsögn úr borgarstjórn að gefa þeim í minnihlutanum sem mest hafa ráðist að honum allt frá borgarstjórnarfundinum þar sem hann var kjörinn borgarstjóri sigur í þeirri rimmu sem hann hóf sjálfur með því að slátra Tjarnarkvartettinum.

Það verða margir stjórnmálaspekingar og fræðingar sem munu keppast um síðar meir að skrifa sögu þessa kjörtímabils í stærsta sveitarfélagi landsins. Sagan af borgarstjóraferli Ólafs F. verður örugglega sérstök og enn sérstakari ef svo hefði farið að hann hefði skrifað sig þar út og hleypt Margréti inn eftir vinslit þeirra.


mbl.is Bera til baka fréttir um Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurður

"Hann gafst upp í janúarmánuði og vandséð hvernig eigi að vera hægt að endurnýja þau heit á þeim rústum sem þá urðu."

Ég skil ekki alveg þessa setningu. Hver gafst upp í janúar og hvaða rústir ertu að tala um.

Ef að Tjarnarkvartettinn myndi núna taka saman aftur, þ.e. án Ólafs, þá ættu að vera heilindi í þeirra og enginn trúnaðarbrestur sem ætti að gera það samstarf erfitt.

Jón Sigurður, 14.8.2008 kl. 17:51

2 identicon

Eitt sinn gældi ég við hugmynd, en nú vil ég breyta henni í kröfu; allir núverandi borgarstjórnarfulltrúar sem og varamenn sýni okkur þá virðingu að bjóða ekki fram í næstu kosningum.  Takk fyrir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég talaðlaði við Ólaf í gær og stafesti að þetta er hreinn uppspuni. Satt að segja skil ég ekkert í mönnum að búa til svona ósennilegar skröksögur. Hverjum skyldi detta það í hug að Ólafur fari að víkja fyrir Margréti? Allir vita að þau eru óvinir.

Hitt er annað að Ólafur var tilbúinn í gær til að víkja sem borgarstjóri.  

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband