Á Ólafur F. einhverja pólitíska framtíð?

ofm1Eitthvað virðist Ólafur F. vera farinn að róast eftir mesta pólitíska hasarinn sem fylgt hefur falli meirihlutans og endalokum borgarstjóraferils hans, ef marka má viðtalið við Þóru Kristínu. Hann ætti þó að fara að líta í eigin barm til að gera upp fall meirihlutans, enda á hann stóran þátt í hvernig fór.

Enda er það ekki trúverðugt að heyra afsakanir hans og fullyrðingar um stöðu mála, eftir að við höfum fylgst með einleik hans og sólóspili undanfarnar vikur. Sjálfstæðisflokkurinn fól honum mörg trúnaðarverkefni og treysti honum, held að ekki verði deilt um það. Hinsvegar er greinilegt að þetta þróaðist í þá átt að hann spilaði æ meira einn og án samráðs, sem hafði úrslitaáhrif á framhaldið.

Held að flestir séu sammála um það að pólitísk staða Ólafs F. Magnússonar sé mjög veik nú þegar hann skilar af sér lyklunum að borgarstjóraskrifstofunni og þarf að fóta sig í minnihluta að nýju. Það er mikið fall og ræðst mikið af því hvernig hann nær að vinna sig út úr því að hafa með einleik klárað þennan meirihluta.

Varla hafa margir trú á að F-listi síðustu tveggja kosninga rísi upp óbreyttur og sameinaður að baki Ólafi F. Er einhver heil brú eftir á milli Margrétar Sverrisdóttur og Ólafs F. til að vinna saman? Stóra spurningin er hvað verði um Ólaf F. sem stjórnmálamann í kjölfarið. Mun hann nú stökkva inn í leifarnar af Tjarnarkvartettinum eins og ekkert hafi í skorist?


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi... Ólafur er fyrst og fremst Sjálfstæðismaður og hefur aldrei verið annað. Flokkurinn hrakti hann á brott og ég reikna varla með að hann haldi áfram þessum vonlausu tilraunum sínum til að vera pólitíkus... nema pabbi og mamma í Sjálfstæðisflokknum taki við glataða syninum.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jón, ef Ólafur er Sjálfstæðismaður, hvað er Margrét þá ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.8.2008 kl. 23:51

3 identicon

Það er kominn tími til þess að sjálfstæðisflokkurinn fari nú að líta í eigin barm og viðurkenna að samstarfið við Ólaf F. voru mistök frá upphafi. Þið hefðuð gott af því sjálfstæðismenn að lenda í minnihluta í ákveðinn tíma og hefja allsherjar uppbyggingu á eigin flokki áður en þið vaðið í samstarf við Óskar og félaga í Framsókn.

Vilhjálmur Ingi Sigurðarson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Dunni

Já frændi.  Þú spyrð um pólitíska framtíð Ólafs.  Hún er að sjálfsögðu engin. En það er ekki vitlaust að spyrja í leiðinni hver sé pólitísk framtíð þeirra borgarfulltrúa Sjálstæðisflokksins sem hæst hafa gelt í þessari orrahríð sem staðið hefur frá áramótum.  Nú þegar þjóðin veit að Hanna Birna og hirðingjum hennar er stjórnað frá Seðlabankanum.

Davíð sigaði veiðihundum sínum sem bitu Ólaf en sleiktu trýnið á Óskari sem þurfti ekki meir til að opna fjósdyrnar upp á gátt og bjóða upp á undanrennu sem þessi meirihluti er.  Jafn veikur og sá fyrri þar sem fjósamaðurinn nýtur ekki stuðnings varamanns síns.

Og formaðurinn, Geir, sat heima í stofu og  fylgdist lítið glaður með framvindunni. En han þagði af því Davíð sagði honum að þegja.

Þetta eru stoltir stjórnmálamenn, ekki satt?

Dunni, 16.8.2008 kl. 08:46

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Veit það ekki... hún á sér ekki fortíð í stjórnmálum og ég ætla ekki að skilgreina hana sem Sjálfstæðismann þó pabbi hennar hafi verið áberandi..sem slíkur.

Ólafur hefur verið Sjálfstæðismaður frá fæðingu... og sennilega rúmlega það. 

Jón Ingi Cæsarsson, 16.8.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband