Lottóvinningurinn fer á góðan stað

Ánægjulegt að lottóvinningurinn stóri hafi farið á góðan stað, til þeirra sem virkilega þurfa þessa peninga. Annars er það alltaf smekksatriði hverjir þurfi á slíkum fjárfúlgum að halda og hvar það verður virkilega að traustri fótfestu í lífið. Þarna virðist nokkuð öruggt að peningarnir verða stoð fyrir þá sem vinna. En annars eru varla allir sem spila í lottóinu peningaþurfi, þarfir fólks eru og verða misjafnar meira að segja á okkar dögum.

Óska vinningshafanum til hamingju og vona að þeim gangi vel að höndla vinningsupphæðina og það sem henni fylgir. Kannski er best að fagna slíku einn með sínum nánustu frekar en sleikja upp umfjöllun í öllum fjölmiðlum. Stundarfrægðin getur oft snúist upp í annað en hamingju.

mbl.is Milljónamæringar í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband