Spánverjar skulu það vera á föstudag

Sigri fagnað Líst vel á að landsliðið hafi fengið Spánverja sem andstæðing í undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Átti reyndar von á að S-Kórea kæmist áfram, en vonandi er það vænlegra fyrir íslenska landsliðið hvernig fór í þeim leik. Nú er bara að vona að við leggjum Spánverjana og þar með tryggjum medalíu á leikunum.

Þvílík handboltastemmning yfir þjóðfélaginu. Man ekki eftir öðru eins árum saman. Meira að segja helstu anti-sportistarnir eru farnir að velta fyrir sér handboltanum og vakna fyrir allar aldir til að horfa á handboltann, hverfa inn í kínverskan tíma. Frekar fyndið, en samt mjög skiljanlegt.

Allir vilja fylgjast með þegar vel gengur og nú er sannarlega blómatími í handboltanum - árangurinn fer ekki fram hjá neinum og allir vilja að sjálfsögðu taka þátt í því magnaða augnabliki.

mbl.is Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já  þetta er svolítið skrítið með landann Við erum að vinna þegar vel gengur  enn strákarnir tapa þegar svo ber undir er ekki bara svolítill Reykás í þessu?

Gylfi Björgvinsson, 20.8.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Nú er bara að meðhöndla þessa spánverja eins og nýupprifinn  saltfisk og taka duglega á þeim.

Spái að við vinnum leikinn (en þá eru þeir komnir ofar en ég spáði þeim í upphafi) en það verður bara að hafa það.

Gylfi við erum að fylgjast með "strákunum okkar" og þeir vinna og þeir tapa en við kætumst eða förum hamförum yfir óréttlátum dómum og svoleiðis hehe.

Áfram Ísland. 

Sverrir Einarsson, 21.8.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband