Þreyta í stjórnarsamstarfinu

RíkisstjórninMér finnst greinileg þreyta að verða komin í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Mér finnst þetta orðið meira áberandi nú eftir að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, burðarásar samstarfsins í áratug, hættu í stjórnmálum. Yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins hvað varðar málefni Ríkisútvarpsins og svo varðandi Íraksmálið vekur þær spurningar hvort vandræðagangurinn vegna stöðu flokksins, sé að leiða til þess að þeir skipti örar um skoðanir en áður.

Mér finnst áberandi taktar framsóknarmanna við að vega að ráðherrum og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins orðið nokkuð áberandi. RÚV-málið er ekki það eina sem vakið hefur athygli. Mér finnst það ekki leyna sér að margir sjálfstæðismenn séu að verða ansi leiðir á Framsóknarflokknum og óstaðfestunni sem einkennt hefur stöðu mála þar mjög lengi, ekki bara nú eftir formannsskiptin heldur og líka ekki síður undir lokin á formannsferli Halldórs Ásgrímssonar, er flokkurinn nötraði margoft og það veikti stjórnina, sérstaklega eftir að Halldór varð forsætisráðherra.

Ég sé að Egill Helgason er að spekúlera um þessi mál á vef sínum. Ég er ansi sammála orðinn Agli í þessari greiningu. Mér finnst Framsóknarflokkurinn orðinn ansi veikburða og staða mála hefur veikst yfir, það fer ekki á milli mála. Það munaði reyndar mjög litlu að Sjálfstæðisflokkurinn skildi Framsóknarflokkinn eftir í sumar þegar að Halldór Ásgrímsson rann út úr íslenskri pólitík með litlum glæsibrag. Þá logaði Framsókn stafnanna á milli. Ég tel að mjög naumt hafi staðið í þeim hjaðningavígum að hann yrði skilinn eftir og ekki metinn starfhæfur lengur. Ég skrifaði vel um það á þeim tíma.

Staða mála ræðst mjög vel á næstu vikum. Það styttist í kosningar og eftir því sem hver dagurinn líður eykst taugaveiklun Framsóknarflokksins með fjölda mála. Það er greinilegt að örvænting er innan flokksins. Það er varla furða, með flokkinn að festast um eða rétt yfir 10% fylgi, nýjan formann sem hefur ekki markað sér neinn alvörugrunn í raun og innri væringar undir niðri. Enn veit enginn hvert sleggjan snýst til höggs og óvissan vofir víða yfir. Þeir eru t.d. ekki margir sem leggja peningana sína undir það að formaður flokksins nái inn í Reykjavík. Mikill lífróður framundan þar.

En staða þessarar ríkisstjórnar verður í brennidepli næstu vikur og mánuði. Grunnur þessa samstarfs breyttist með leiðtogaskiptum og þar eru breyttir tímar og líka meiri losung á stöðunni að mínu mati. Þetta verða spennandi tímar eftir jólin og áhugavert fyrir það fyrsta hvort stjórnin heldur velli eður ei. Þar veltur væntanlega mest hvort Framsóknarflokknum tekst að snúa vörn í sókn. Ekki blæs allavega byrlega fyrir í þeim efnum nú. Fróðlegt að sjá Gallup-könnun á föstudag allavega.


mbl.is Ungir framsóknarmenn leggjast gegn RÚV ohf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband