Tímamót í bćjarmálunum á Akureyri

Sigrún Björk Jakobsdóttir Mikil tímamót eru í bćjarmálunum á Akureyri í dag. Tilkynnt hefur veriđ um ađ Sigrún Björk Jakobsdóttir verđi bćjarstjóri í byrjun nćsta árs og ađ Kristján Ţór Júlíusson verđi forseti bćjarstjórnar frá sama tíma, er hann hćttir sem bćjarstjóri eftir tćplega níu ára starf. Í hádeginu var gott viđtal á Stöđ 2 viđ Sigrúnu Björk. Ţar fóru hún og Björn Ţorláksson yfir vćntanlega stöđu mála í bćnum samhliđa ţessum miklu breytingum. Ţar heyrđum viđ um pólitískar áherslur hennar og um persónu hennar.

Viđ sem höfum unniđ međ Sigrúnu Björk hér í flokksstarfinu ţekkjum hana vel. Hún hefur veriđ áberandi í stjórnmálunum og ţđ eru engin stórtíđindi fyrir okkur ađ hún verđi bćjarstjóri. Viđ sjálfstćđismenn á Akureyri erum stoltir ađ fyrsta konan sem verđur bćjarstjóri sé úr Sjálfstćđisflokknum. Í ţessu felast tímamót í bćjarmálunum og jafnframt merkilegt ađ Kristján Ţór verđi fyrsti bćjarstjórinn sem taki viđ embćtti forseta bćjarstjórnar. Ţađ er skýr yfirlýsing af hans hálfu um ađ efna loforđ viđ bćjarbúa um ađ vinna á ţessu kjörtímabili.

Ţessi miklu tíđindi voru kynnt á blađamannafundi Kristjáns Ţórs, Sigrúnar Bjarkar og Hermanns Jóns Tómassonar, formanns bćjarráđs og leiđtoga Samfylkingarinnar, laust fyrir hádegiđ. Ţađ er gleđiefni ađ full samstađa er um breytingarnar og ánćgjulegt ađ samstarf okkar viđ Samfylkinguna breytist ekkert ţó ađ ţessi uppstokkun verđi innan okkar rađa. Kristján Ţór hefur veriđ bćjarstjóri í tćpan áratug, svo ađ ţetta eru miklar breytingar fyrir okkur sjálfstćđismenn og bođa ađra tíma innan okkar rađa. Athygli vakti ađ Sigrún Björk var í bleiku á ţessum blađamannafundi og í hádegisviđtalinu hjá Birni Ţorlákssyni. Varla tilviljun ţađ.

Ýmsar breytingar fylgja ţví ađ Sigrún Björk og Kristján Ţór hafi stólaskipti. Uppstokkun verđur skiljanlega á nefndum og ráđum. Hjalti Jón Sveinsson, bćjarfulltrúi, tekur sćti Sigrúnar Bjarkar í bćjarráđi og Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bćjarfulltrúi, tekur sćti í framkvćmdaráđi, stjórn Fasteigna Akureyrarbćjar og verđur formađur stjórnar Akureyrarstofu, auk ţess ađ gegna formennsku í skólanefnd, hún hefur setiđ í bćjarráđi frá kosningunum í vor. Sigrún Björk verđur setufulltrúi í bćjarráđi sem bćjarstjóri, eins og Kristján Ţór áđur. Kristján Ţór mun ekki taka sćti í nefndum er hann verđur forseti bćjarstjórnar.

En já, ţetta er stór dagur í bćjarmálunum. Sigrún Björk Jakobsdóttir verđur tíundi bćjarstjórinn í sögu Akureyrarkaupstađar, frá árinu 1919, og fyrsta konan. Ţví fylgja mikil tímamót. Ég vil óska Sigrúnu Björk Jakobsdóttur innilega til hamingju međ embćttiđ. Viđ höfum átt langt samstarf í flokksstarfinu hér og unniđ saman í mörgum verkefnum. Ég ţekki hana ţví vel og veit ţví vel ađ hún á eftir ađ verđa mjög áberandi og öflug í ţessu krefjandi verkefni.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband