Kommarnir í Peking hrósa Ólafi Ragnari

ÓRGJintaoEkki vantar að Hu Jintao og einræðisstjórnin í Kína ausi lofsorðunum yfir Ólaf Ragnar Grímsson í Kínaför hans. Kannski er það ekki nema von að þeir fagni honum svona mikið miðað við það hversu áfjáður hann er í að eiga samskipti við þá, bæði með því að fara á Ólympíuleikana og eiga samskipti við þá sem ráðið hafa för þar á undanförnum árum.

Ég skil ekki hvað Ólafur Ragnar er að gera í Peking, í sannleika sagt, annað en njóta sviðsljóssins. Forseti Íslands hefur aldrei áður farið á Ólympíuleika og tekið þátt í þeim, en nú velur íslenska forsetaembættið Peking-leikana sem þá fyrstu og setur furðulegt fordæmi, hvað svo sem síðar verður. Annars verður fróðlegt að sjá hvort eftirmaður Ólafs Ragnars eftir fjögur ár muni fara á leikana í London.

Mér finnst þetta vafasöm tenging við umdeild stjórnvöld og undrast ákvörðun Ólafs Ragnars um að fara. En kannski vildi hann fá þessi lofsorð ráðamannanna í Peking, hver veit.

mbl.is Forsetar Íslands og Kína á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1.ágúst 2012. Eftirmaður ÓRG eftir fjögur ár verður ÓRG.

Róbert (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:40

2 identicon

Hvar fær maður aftur þessa "Ekki minn forseti" boli með myndina af grísnum okkar á?

Jón Flón (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 11:04

3 identicon

Hvað er forsetinn að gera á ÓL í Peking? Tja, hann sýndi strákunum okkar þó samhug og stuðning og sagði það sem þú varst að óska eftir að Geir og Þorgerður létu sér detta í hug, að hvetja okkur til að blása til þjóðhátíðar. Held bara að karlinn sé helvíti flottur þarna og frúin ekki síðri. Sjálfstæðismenn margir hverjir verða að hætta að velta sér upp úr gömlum kommafrösum og kaldastríðskenjum og sætta sig við að Ólafur Ragnar, fitt og flottur og mælskur vel er barasta verðugur þjóðhöfðingi smáríkis. Leyfum forsetanum að njóta sannmælis. Einnig skulum við fara varlega í því að dæma aðrar þjóðir út frá okkar vestrænu gildum. Megi heimurinn verða eins og þú vilt sjá hann, eins og Gandhi sagði.

Stefán Þór (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband